Að finna sjálfann sig...

Sælt veri fólkið...

Þið verðið að fyrirgefa mér þessa smá blogg stopp, en hér á bæ er búið að vera mikið í gangi síðustu viku- 10 daga... þótt ég ætli ekki að tala mikið um það núna... Annað en að það eru loka dagarnir í ritgerðamálum núna og á mánudaginn byrjar "skólinn" eða réttara sagt byrjar það að mæta á hverjum degi í námskiðum þar...

195296_6998 það sem mig langara að senda ykkur frekar frá mér í dag eru hugleiðngar mína í minni endalausu sjálfskoðun og því að bæta mig sem manneskja.  Hluti af endurhæfingunni hjá mér er að sækja vikulega tíma hjá sálfræðingi. Núna er ég búinn að finna slálfræðing sem er í sömu skóstærð og ég ... já þá meina ég að við náum saman og mér líður frekar eins og ég eigi uppbyggilegar samræður við hana frekar en að vera hjá "sála". Það er mér búið að vera mikið mál í gegnum tíðina að finna svona aðila og nú er hann fundinn... sem gleður mig mikið. Fyrir utan það að finna aðila sem fer ekki að eins og allir hinir... ég er nefnilega orðin leið á því að vaða í drullupolli fortíðar og leifa henni endalaust að trufla mitt líf.  Mig langar að finna leið í lífinu til að loka þeirri hurð og fá að halda MÍNU lífi áfram. Mínu lífi fyrir mig... ekki að bíða endlaust eftir því að aðrir sjá hvers virði maður er... að sætta mig við að það eru til aðilar sem verða aldrey sáttir við mig eins og ég er og mig langar til að það skipti mig eingu máli. Þegar leið á tímann sjá "skóarunum" mínnum í dag þá komumst við að þeirri niðurstöðu að það sem stendur mér mest fyrir dyrum í dag er að frá upphafi hefur sjálfsmat mitt verið brotið... ég hef ekki fengið neina uppbyggingu á því í gegnum tíðina en niðurbrotið þekki ég vel. Þannig að núna er næsta verkefni er endur forrita mig og finnsa sjálfsmatið mitt og bæta það. Þótt að skynsemin mín viti ýmislegt þá er litla stelpan inní mér ennþá laf hrædd og niðurbrotin. Þannig núna er að finna sjálfann sig í líðandi stund og byggja sig upp á sínum eigin forsendum ekki , vegna þess að aðril vilja að þú sért svona eða svona... ég verð alldrey annað en svona... með öllum mínum kostum og göllum... og það er svo merkiliegt að ég sem fullorðin manneskja hef 100% rétt á því að vera ég sjálf... ALVEG sama hvað Pétri eða Páli finnst.

Hafið þið hugleitt hvað hver manneskja er mikið kraftaverk ... hvað við erum merkilega lífverur... og hvað við meigum þakka fyrir að vera til og hvað við meigum þakka fyrir alla þá sem við elskum og elska okkur...óskilirt ást á sjálfum sér og öðrum er líklega það fallegasta sem til er... það er ekkert hreinna eða tærara... Þetta finnur maður þegar maður lítur á barnið sitt sofa eða þegar maður finnur að maður getur bætt líf sinna nánustu bara með því að vera til.  Það sem ég veit fyrir víst í þessu lífi er að ég er frábær dóttir og móðir... allavega fæ ég að vita það á hverjum degi frá mömmu og Ragnari að lífið væri ekki þess virði að lifa ef ég væri ekki til staðar... þannig að þetta er góður grunnur til að byrja sína sjálfsleit á... og eftir þá vinnu sem er frammundan ætla ég að blómstra eins og Orkedían hér fyrir ofan... það er ég..

Jæja kæra fólk ég ætla að leggjast í heitt bað og þvo af mér skátrinu sem ég kom ekki í keppina í dag og settis á mig allstaðar...

Guð geymi ykkur og veiti ykkur óskilirta ást... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Það skiptir öllu máli að hafa sjálfsmatið í lagi, með það í lagi er frábært að vera til.

Þetta er vinna og aftur vinna að koma sér í lag, en það er sannarlega þess virði.

Passaðu bara að festast ekki of mikið í naflaskoðun, fínt að kíkja þangað annað slagið, sérstaklega með hjálp góðra manna, en svo er gott að líta upp, horfa til himins  og brosa framann í heiminn, því við erum jú öll frábær.

Gangi þér vel Magga og ég bið að heilsa öllum í skólanum.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 13.10.2007 kl. 10:28

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þegar ég les færslurnar þínar þá finn ég að þú ert góð manneskja. Trúðu á sjálfan þig. Knús frá Svíaríki.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.10.2007 kl. 15:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband