Að nýta orku sína til góðs...

Sælt veri fólkið...

Já ég er að læra nýja hluti þessa dagana... og í dag lærði ég að snúa neikvæðri og erviðri orku mér í hag... Reyndar hef ég gert þetta einu sinni áður og svo fékk ég sönnun þess í dag að mér er að takast að læra.

Þannig er mál með vexti að ég hóf í dag samtalsmeðferð hjá sálfræðingi ... það er mér ávallt ervitt að setjast niður með nýjum aðila og fara að rifja upp fortíð mína. En mér leist vel á þennan aðila sem ég fæ að fara núna til vikulega til að ná betri stjórn á lífi mínu. Einnig kom það úr kafinu eftir að ég fór í atferlispróf að ég er með AD-HD... ofvirkni og athygglisbrest.  hehehee... þeir sem mig þekkja hlæja bara að mér og segjast hafa geta sagt mér það... og í rauninni vissi ég það  líka. Jæja en eftir þetta viðtal var ég tilfingalega mjög breingluð ... bæði reið, döpu, sár og full sjálfsásökunar, þannig að ég ákvað í staðinn fyrir að leggjast undir sæng og gráta úr mér augun að fara í ræktina. Ég skal segja ykkur það að ef ég verð ekki með strengi aldarinnar á morgun þá er ég heppin því að ég tók ærlega útrás á lóðunum og var rennandi blaut af svita. Eftir þessi átök þá fór ég hér heim og er nærri búinn að skrifa meiri hlutann af ritgerðinni minn... þannig að ég er núna að fara  í heitt bað og svo í HÁTTINN sátt og sæl með sjálfann min.

Guð geymi ykkur öll...Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson



Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.10.2007 kl. 18:15

2 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

gangi þér vel hjá sála, þetta er vinna og aftur vinna. Þetta er einmitt málið að snúa neikvæðu í jákvætt. smjúts til þín.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 3.10.2007 kl. 21:25

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

-Margrét

Ég er fæddur 1971. Þegar ég var í grunnskóla átti ég vinkonur og vini. Nú 30 árum seinna er þau fyrst að fá faglega greiningu á ofvirkni og athyglisbrest. Það sem er gert er að það er skipt um hljóðkút. Hvað á ég með því? Það er þú verður að treysta á fagfólk og leyfa því að hjálpa þér að bæta hljóðið í þér. Fyrst er hljóðkúturinn skoðaður, stundum þarf að skipta algjörlega um hann ef hann er illa farinn, stundum þarf einungis að laga hann. Þú veist hvað ég á við. Einu sinni keyrði ég mig sjálfur út á líkamsrækt til að ná slökun en var djúpt sokinn í þunglyndi og kvíða. Einn daginn gafst ég upp. Þetta var á mínum háskóla árum. Það var ekki fyrr en ég gafst upp og lærði að treysta á náungann, á fagmannin til að hjálpa. Ef ég les þig rétt ertu aðeins að hefja þína þrautagöngu. Ég hvet þig til að mæta fordómaluas til sérfræðinga, sálfræðinga og geðlækna sem starfa með þá hugsjón að þeir eru til þess að hjálpa þér. Ef þeir telja að lyfjagöf sé lækning á hljóðkútnum skaltu taka því eins og alvöru dama og alllllllllllllls ekki efa þann dóm. Þú ert ekki ein í þessu...vertu hugrökk og nógu klár til þess að taka mark á læknum sem hjálpa þér..... Í alvörunni!!!  

Haraldur Haraldsson, 4.10.2007 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband