Sunnudagur, 30. september 2007
home sweet home...
Jæja kæru vinir...
Þá er ég komin heim eftir fræknar för suður á land. Þessi ferð verður örugglega mikið skritftarefni hjá mér á næstunni því ég kem heim fíl elfd á öllum sviðum.
Þingið var miklu betra en ég þorði nokkurntímann að vona ... og núna hlakkar mig mikið til að fara að klára ritgerðina og fara að hanna og skapa. Hausinn er uppfullur af hugmyndum og mér finnst heimurinn blasa við mér í alla staði. Ég kem líklega til með að skrifa eitthvað meira um þetta hér seinna meir ég er nefnilega ennþá í skýjunum yfir þessu og enn að melta alla fyrirlestrana og umræðuna sem átti sér stað. Það var yndislegt að eiga sitt "heim" að heimann því ég fékk að vera í íbúðinni hans Þráinn vinar míns í Njarðvík. Takk fyrir það kæri vinur.
Á föstudag sinnipart komst ég að því að vinkona mín hún Jóa einn eigandi af Unique hárgreiðslu stofu ársinns hafði tekist að verða ófrísk og eignast barnið án minnar vitneskju... hehehe... svona er lífið stundum og minnir það mann á það að hafa meira samband við vini sína...
Hér er þetti elska aðeins 5 vikna gömul en strax farinn að brosta í myndavélina...
Ég fór á laugardaginn á kraftlyfitingarmót til þess að horfa á hana Ingu mína keppa... hún er líka þjálfarinn minn og vinkona... það var frábært að koma þarna í þenna hóp fólks ... mér leið eins og ég ætti heima þarna og hefði þekkt þetta fólk í mörg ár... allir í mínum stærðarflokki og á mínum aldri... yndislegt. Hér er skvísan í aksjon og stóð sig frábærlega á sínu fyrsta oðinbera móti... 2 sætið... og hefði malað mótið ef hefði ekki verið fyrir eins smá tæknilega villu... en frábært hjá þér stelpa... Við verðum bara saman næst...hehehe...
Svo á laugardagskvöldið hitti ég minn kæra vin og fyrrverandi kærasta Faxa á kaffi húsi og er það alltaf jafn yndislegt að hitta hann og finna hvað honum þykir vænt um og okkur mæðginin. Knús Geiri minn þú ert perla.
Leiðin heim í dag var yndisleg því ég hef nú vanalega haft mikið gaman að því að keyra svona landshorna á milli. Á svona ferðum nota ég tímann til að hugsa og pæla í hlutunum, og hafði ég nóg um að hugsa í dag eftir svona frábæra helgi.
En mér reyndist það ervitt að horfa á veginn því að litirnir og náttúran í Borgarfirðinum var yndisleg og neiddist ég til þess að soppa á nokkrum stöðum og taka myndir. Aðra eins dýrð hef ég ekki lengi séð og hér fáið þið smá innlit í þar.
Litirnir eru náttúrulega ómótstæðilegir á þessum slóðum þessa dagana...
En eitt kom mér veruleg á óvart og það var að það skildi vera svona brunahani við þjóðveg 1 og það langt frá húsabyggð. Til hvers... ??? en hann er flottur einn og yfirgefinn þarna í vegkantinum.
Jæja kæra fólk það er vel kominn hátta tími á mig... Barnið löngu sofnað, sáttur við að ver kominn heim.
Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Innlitskvitt :) .. flottar myndir hjá þér. Haustlitirnir eru alveg æði um þessar mundir. Runnargróðurinn hérna fram fjörðinn með marglit fjöllin í baksýn og allt sefgrasið og fuglana er meistarastykki þessa dagana líka. Maður þarf oft að hægja verulega á sér til að missa ekki af þessu :)
Hólmgeir Karlsson, 30.9.2007 kl. 22:54
Ég varð náttúrulega að kikka aðeins á netið eftir spjallið okkar áðan og skoða myndirnar af ykkur mæðginum, já og allar hinar líka, ég sé að ég er alls ekki nógu dugleg að kikka á síðuna þína ... Þú ert ekki komin með neitt smá sítt hár!!! Annars takk æðislega fyrir spjallið, við erum alls ekki nógu duglegar að vera í bandi... Ég kikka svo á þig ef/þegar ég kem norður og þá færðu nú kannski bara að taka bumbumyndir
Sigga Rósa (IP-tala skráð) 30.9.2007 kl. 23:09
(Flottar myndir)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.10.2007 kl. 13:52
Takk fyrir innlitið kæru vinir... já Hólmgeir ég ákvað að stoppa og taka myndir staðinn fyrir að enda ferðina útí þessari fallegu náttúru á hvolfi... Enda er ekker smá gaman að eiga góða vél og ná þessu svona vel...
Elsku Sigga mín, það er alltaf jafn gaman að heyra frá þér og ekki síst að vita að það er komin bumba... æðislegt... þið eruð ekkert smá miklar dúllur bæði og endilega láttu sjá þig... og sannaður til þér kemur til með að þþykja vænt um bumbumyndirnar seinna meir ... svo þarf ég bara að hitta á þig í janúar og taka fleiri...hehehee... innilega til hamingju með 20 vikurnar... og mikið hlakka ég til að sjá útkomuna...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 1.10.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.