Mánudagur, 24. september 2007
Mánudagur til máttar...
Sælt veri fólkið...
Já þessi mánudagur er búinn að vera yndislegur í alla staði. Mér tókst í gær að þrífa alla íbúðina frá lofti til gólfs þannig að hér er gott að vera núna. Ég byrjaði daginn á því að fara í ræktina og tók vel á því þar. Það er svo merkilegt hvað þetta er yndisleg leið til að byrja daginn á ... rífa upp adrenalínið og blóðflæðið. Það er líka augljóst að þetta hefur þau áhrif að ég atorka miklu meiru yfir daginn. Vilji þið minna mig á það ef ég ákveð einhverntímann að taka mér "pásu" í ræktinni... hehhee...
Næst fór ég og keyrði mömmu á spítalann og náði svo í hana aftur og ég vona svo innilega að þetta sem þeir voru að gera hjálpi henni því ég veit nákvæmlega hvað það er að vera búinn að vera í hvölum í marga mánuði í senn og ekkert hrífur... þannig að MAMMA.. .láttu þér batna sem fyrst.. þú átt skilið að hlaupa uppum fjöll aftur...
Þegar heim var komið þá hófust áframhaldandi skrif og er ég búinn að skrifa rúma 1/3 af ritgerðinn og er að bíða eftir meira efni. Þetta verður ekkert mál líka því að ég er búinn að fá lánaðan lappa til að fara með suður... já ég er að fara suður á miðvikudaginn á ráðstefnu um hönnun... mig hlakkar ekkert smá til, það verður frábær sprauta fyrir lokaverkefnið mitt...
Svo komu Laufey vinkona og dóttir hennar Hrefna í bæinn og við stússuðumst helling og svo bauð ég þeim mæðgum í mat áður en þær þurftu að fara útí slidduna og keyra inní sveit aftur. En mikið roslagega er gott fyrir sálina að fá svona góðar stelpur í heimsókn því að það virtist vera sama hvað ég gerði eða eldaði það var allt æði og svo gott... Svo þegar kom að heimferð sagði Hrefna að hún vildi bara vera hér.. og það bræddi endalega hjarta mitt... Takk fyrir það elsku dúllan mín... Þið mæðgur eruð ætíð velkomnar á mitt heimili.
Þegar ég svo kveikti á tölvunni beið mín svona skilaboð í gestabókinn...
Kveðja frá Krógabóli
Sæl og blssuð Margrét. Flott blogsíða hjá þér, gaman að sjá myndirnar af þér og Ragnari. Ég hef verið að hugsa mikið til ykkar Ragnars upp á síðkastið. Vona að Ragnar sé kátur og glaður í skólanum við komum í heimsókn í skólann í október. Haldið áfram að vera glöð og hamingjusöm. Kveðja frá Hillu
Það er svo gott að vita að gott fólk fylgist með manni og hugsar til manns. Takk Hilla fyrir falleg orð og sannaðu til það hefur líka verið hugsað til þín hér á bæ. Þegar er verið að skoða myndirnar úr leikskólanum er vanalega stoppað lengi og vel við myndirnar þar sem þú ert með. Ragnar biður örugglega að heilsa þér.
Jæja kæru vinir... njótið lífsinns og megi Guð vernda ykkur öll...
Athugasemdir
Krafturinn í þér Magga mín, svona mikil hreyfing þýðir bara betri líðan, þú veist öll þessi boðefna
framleiðsla. Gott að heyra að þér gangi vel með ritgerðina, er sjálf farin að hugsa um efni fyrir næsta ár. he he. verð svo örugglega á síðustu stundu að velja, ef ég þekki mig rétt.
ég væri sko alveg til í að hanga hjá þér í kaffi að ræða lífsins gagn og nauðsynjar. sakna þín líka. uhuu.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 25.9.2007 kl. 07:37
Innlitskvitt :)
Hólmgeir Karlsson, 27.9.2007 kl. 23:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.