Laugardagurinn...

Sælt veri fólkið...

Við mæðginin brölluðum ýmislegt í dag... bæði í sitthvoru lagi og saman. Dagruinn hófst rólega með frammeftirkúri hjá mér og sonurinn horfði á barnaefnið. Svo fór hann í Kirkjuskólann sem nota bene , hann ákvað sjálfur að fara alltaf á laugardögum kl 10:30 til 12:00 í Kirkjuskólann. Sem mér nátturulega finnst frábært en enn frábærar finnst mér að hann ákvað það sjálfur. Á meðann fór ég í ræktina og fékk að fara inní heilagdóminn uppí hönn... eða nána til tekið Jötunheima sem er aðsetur Kraftlyfingafélags Akureyrar.. Inga vinkona og þjálfarinn minn var að toppa á bekknum fyrir mótið um næstu helgi... og tókst henni þessari elsku að bæta sig.. hún er hetja. Ég fékk að vera með að vissuleiti... tók 50 kg. 20 sinnum... hehehee fékk ekki að fara hærra því að það er svo stutt síðanna ég tók þungann bekk síðast.  En þetta er svkalega gaman... þvílíkt adrenalín kikk... ég kom út svo upprifinn og í brjáluðu stuði. Þannig að eftir æfingu fór ég heim og í sturtu og þá Hringdi Lína vinkona og við ákváðum að hittast við gömlu Glerárbrúnna og taka myndir... já það voru ég og sonurinn sem vorum myndefnið og hef fyrir neðann sjáið þið 4 af 289 myndum sem voru teknar... það eru ekki til margar myndir af okkur mæðginunum saman svo þarna var bætt úr því. Þetta var voða gaman og  tók þetta um 2 tíma í ferksu lofti og í fallegu umhverfi. Það höfðu allir gott af því ...

Saman... 21.sept 2007

saman1... 21.sept. 2007

saman2 ... 21.sept. 2007

við saman... 22.09.2007

 

Jæja þá hafið þið sé þessar... og ég ætla að fara að gera mat handa okkur og halda svo áfram með málverkin sem ég byrjaði á í gær.

Guð geymi ykkur... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Gunnar Helgi Eysteinsson, 22.9.2007 kl. 19:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband