Fimmtudagur, 20. september 2007
Vonin...
Halló kæra fólk.
Mig langar að deila smá með ykkur sem kom upp hjá mér í dag. Ég var minnt á það hvað vonin í lífi manns er mikilvæg. Ég rifjaði upp þegar ég var sem veikust og hafði misst alla vona og vilja til að lifa. Ég leitaði alla leiða til að enda þetta líf mitt án þess að skaða barnið mitt en sem betur fer er það ekki hægt því þá væri ég ekki meðal okkar í dag. Þegar veikindi bæði andlega og líkamleg, eða áföll dynja á okkur er svo lífsnauðsynlegt að finna sér lítið ljós í lífinu sem maður gleymir alldrey. Ef maður hefur eitt lítið ljós þá nær maður sér aftur og mitt litla ljós var sonur minn. Það er svo merkilegt núna nokkrum árum seinna og vera minntur á það hversu langt maður hefur komist bara á því að halda í vonina, hver sem hún er. Fyrir mér sá ég einga aðra leið en að losa heiminn við mig en vonin mín hélt mér frá því. Munum að halda í vonina og ljósið sem vísat okkur veginn áfram alveg sama hversu dimmt verður í kringum okkur, og stundum er nóg að vita að ljósið sé þar þótt það sjáist ekki. Núna finnst mér lífið svo spennandi og gæti ekki hugsað mér að missa af því. Vonin veitir okkur það frelsi að velja.
Guð gefi ykkur von ef hana vantar ... annas blessi hann ykkur...
Athugasemdir
Takk fyrir þennan einlæga pistil þinn Magga :)
Óskirnar eru upphaf alls og vonin og trúin það sem kemur manni á áfangastað.
Bestu kveðjur :)
Hólmgeir Karlsson, 20.9.2007 kl. 22:56
Takk
Gunnar Helgi Eysteinsson, 21.9.2007 kl. 06:47
Magga mín, trúðu því að veröldin er miklu betri af því að þú ert þátttakandi í henni? Hefði alls ekki viljað missa af því að þekkja þig kæra vinkona. Ef depurð og drungi sækir þig heim, þá skaltu telja upp fyrir þér alla þína mannkosti ( margir margir , margir) og áminna þig um það hvað þú ert frábær, elskaðu sjálfa þig, þá fyrst verður lífið yndislegt og maður getur gefið miklu meira afsér.
magga magnaða, ég sendi þér í huganum rosalegt faðmlag, vonandi finnurðu það.
kiss og knús
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 21.9.2007 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.