Þriðjudagur, 18. september 2007
Óstöðvandi gleði...
Halló...
Hér á bæ er óstöðvandi gleði með nýja fjölskyldumeðliminn sem nú þegar hefur fengið nafn... Rebel-inn.
Ég svaf nærri því með myndavélina uppí hjá mér í nótt allavega segjum það þannig að það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði vað sonurinn og svo vélin... ummm... þvílíkur dýrðar morgun. Auðvitað fór ég beina leið í ræktina þegar ég var búinn að gefa barninu nesti og nýja skó og sendi hann í skólann í nýju fötunu sem Herfna keypti handa honum í USA... svaka flott... Sjálf fékk ég líka hálfan ruslapoka af fötum í dag frá henni Sveinu minni... alltaf gott að eiga vinkonur sem skipta fataskápnum sínum út reglulega... hehehee..... bara plús fyrir mig.
Svo fór ég á fund útaf ritgerðinni og komst að því að auvitað kann ég þetta allt og er bara á réttri leið með hana þótt að ég hafi ekki komið miklu á blað en næsta skrefið er að fara og setjast niður og taka viðtalið.
Hér fyrir neðann eru nokkrar myndir sem ég tók í dag... svona rétt til að byrja að skilja vélina. Ég komst svo líka að því þegar ég fór að vinna með þær í tölvunni að tölvan er miklu hraðari og skemmtilegri eftir stækkunina um daginn. Yndisleg líf... Ég er svo glöð með þetta allt saman.
Gamla Glerárbrúin
Vallhumall á Glerárbökkum
Kvöldsólin af svölunum hjá mömmu
Jæja... nóg í bili þarf að setjast niður og skrifa spurningalista...
Guð geymi ykkur öll...
Athugasemdir
Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.9.2007 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.