Mánudagur, 17. september 2007
Áskorunin...
Já ... þá er ég búinn að skila öllum lyklum og dagbókum af mér , en í staðinn er ég orðin stoltur eigandi af Canon EOS 400D eða Rebal eins og þær heita í USA... hehehhe... Einnig fékk ég fullan poka af íþróttafötum á barnið mitt ... Nike og Adídas svaka flott.
Annas ætla ég að segja ykkur frá áskorun sem ég tók í dag... hehehehe.. já svona er lífið... ég er semsagt að fara að keppa á mínu fyrsta opinbera móti síðann ég varð fullorðin... já og í hverju... ??? góð spurning... í kraftlyftingum... hehehhe.. Ég var semsagt mönuð í að taka þátt í áramóta keppni hér fyrir norðann í bekkpressu... þetta kom útfrá því að á æfingunni í dag vorum við aðeins að leika okkur og ég náði að lyfta 50kg. þrisvar... sem mér skilst að sé bara mjög gott hvað þá 2dögum eftir fyllerí... hehe.. og líka því að æfingarnar hafa ekkert snúist um bekkinn... en allavega þá er það opinberlegt að ég tók þessari áskorun, bara svona til að hafa gaman að ...
Ég er annas að reyna að fá mig til að hætta að horfa á myndavélina og koma huganum í það að skrifa ritgerð... hehehe.. sem er ervitt akkúrat núna.. en það kemur.. ég veit það.
Annað hef ég svosem ekki mikið að segja því að sonur minn er að taka smá kast á mér núna og það bendir til þess að honum vantar athygli... sem ég ætla að veita honum...
Guð geymi ykkur öll... Kv. Magga "massi"
Athugasemdir
Magga helv... ertu góð, það verða fleiri enn ég sem verða breyttir um jólin, haha gangi þér vel, bið kærlega að heilsa henni Ingu, þú getur sagt henni að ég hafi tekið smá kast á málverkið sem ég hef verið að vinna í, í heila viku, og þvoði það með terpentínu, viku vinna til spillis, en svona er þetta að vera með fullkomnunaráráttu, huhumm
knús
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.9.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.