Sunnudagur...

Góða kvöldið

Jæja þá skildum við Akureyri í hvítum lit... en það voru veðurguðirnir sem tóku þá ákvörðun. Við vinkonurnar skemmtum okkur mjög vel, en það er svo merkilegt að ég á það til að gera hluti sem ég á vissan hátt sé eftir og vil ég í þeim orðum byðja Hólmgeir Karlson minn kæra blogg vin fyrirgefningar á trufluninni sem ég olli honum í gær þótt að ég hafi alveg viljað spjalla við hann en kannski ekki snjallt að gera það í glasi og er ég ekkert stolt af því. Ég á það til nefnilega að verða voða frökk og segja og gera hluti sem ég myndi ekki gera edrú. Ekki það að ég sjái eftir því ég er bara miklu feimnari og lokaðiri dagsdaglega.

Samt átti ég nú samt marga góða pungta í gær og var ég víst ekki sú vinsælasta hjá kynsystrum mínum ( að sögn vinkvenna minna) þá voru allavega tvær mjög ósáttar við að karlpeningurinn sem þær ætluðu að næla í hafði meiri áhuga á mér en þeim... Segjum það allavega að mér leið eins og prinsessu ... og er ég ekki vön því að athyglin beinist svona að mér. ( þótt ég viðurkenni að það hvai verið gaman).

Ég sit hér og er að reyna að ná mér saman í það að núna tekur við nýr kafli í lífi mínu því að ég er ekki hótelstíra lengua, hún Hefna mín og fjölskylda er kominn heim frá Flórida. Þannig að núna tekur við ritgerðarsmíð, ræktin, skólinn og lífið eins og ég þekki það aftur. Ég komst samt að því að að baki eru vel yfir 200 tíma vinna,næturvaktir, veislur, bakvaktir,miljón símtöl, tugir  e-mailar og heilþrif á hótelinu. Ég er mjög sátt og nú vona ég að Hrefna mín sé það líka.

Ritgerðar planið er komið og heimildirnar er hér líka... núna er bara að lesa í gegnum þetta og leita svo svara við restinni og hef ég þann allra besta með mér í það, auðvitað rektor Helga Vilberg... og þakka ég fyrir þann stuðning sem ég hef í þessu verkefni.

Ég vaknaði í morgun eftir góðann nætursvefn ... glöð og sátt við það sem frammundan er í lífinu. Með það í huga læddist ég fram því að Laufey þessi elska svaf í sófanum mínum. Ég tók allt til hér , þannig að ég get byrjað nýja viku með hlutina á hreinu sem er mín besta leið. Við vinkonurnar sátum svo framm eftir degi og ræddum hvað við erum heppnar að vera til og eiga það líf sem við eigum, með börnin okkar og tilveruna. Við ræddum líferni, handverk, andlegmálefni, matseld og hversu langt við erum komnar í þroska... þetta var yndisleg leið til að nota daginn ... Takk Laufey mín þú ert perla og það er svo gott að sjá hvað þú ert glöð. 

Þannig að núna fer ég bara að skríða uppí holuna mína og skipuleggja morgundaginn og svo svífa inní heim draumanna og hvíldar.  Ég vona að þið vinir sem lesið þetta eigið eins yndislega vini eins og ég, jafn yndislega nærandi og gefandi spjöll og stundir... Því það er svo dýrmætt.

Guð geymi ykkur öll...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Heeee gott að þú skemmtir þér vel, gott fyrir egóið að fá smá athygli, huhumm er einhver mórall?

Jú alveg rétt hjá þér, hvað væri lífið án góðra vina,

Bið kærlega að heilsa öllum í skólanum

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 16.9.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Neinei... einginn mórall... vil bara hafa hlutina á hreinu... allaf gaman að vera frakkur og outspoken... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.9.2007 kl. 21:43

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ Magga,... og ekkert að fyrirgefa. Það flokkast nú ekki undir truflun að fá jafn skemmtilegt símtal og frá þér í gærkvöldi :)

Farðu vel með þig kæri bloggvinur :)

Hólmgeir Karlsson, 16.9.2007 kl. 21:48

4 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Hehehee... gott að heyra...  þú manst bara að mæta næst í persónu...hehehhee

Margrét Ingibjörg Lindquist, 16.9.2007 kl. 21:51

5 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.9.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband