Fimmtudagur, 13. september 2007
Vetur án hausts...
Í dag kom veturinn alveg óboðinn ... bílinn minn kúrir í portinu hér á Öngulstöðun með kalda hvíta slæðu á sér... Hverjum hefði dottið í hug að það ætti eftir að snjóa í byrjun september. En þannig er staðan víst núna, í rauninni finnst mér það bara notalegt að geta farið að kveikja á kertum og vita að heimilið mitt er hlítt og notalegt á meðann vindurinn næðir fyrir utann, með sliddu og snjó. Núna er vinnu minni hér á þessum annas yndislega stað að ljúka því að Hrefna og fjölskylda kemur heim á sunnudaginn. Í kvöld var síðasti hópurinn hjá okkur í mat og gistingu.
Ég á reyndar að vera byrjuð að skrifa ritgerð á fullu... en ég er víst orðin svo "gömul"að ég get bara einbeitt mér að 1 hlutum í einu... þannig að ég hef verið að lesa inná milli heimildir og hausinn farinn að skrifa en það verður ekki fyrr en á morgun sem það gerist í raun... Samviskubitið er farið að naga mig en ég þekki sjálfann mig svo vel að þegar ég er kominn með hausinn í gang er mikið komið. þannig að ég er bara glöð með það.
Það er komið nýtt tölvukerfi í skóla svaka flott... við erum ekkert smá heppin að vera í þessum yndislega skóla sem býr svona vel að okkur. Mikið hlakkar mig til að fara að setjast niður og skapa. Þótt að ritgerðin mín sé líka sköpun þá er hún það á annan hátt en á endanum kem ég til með að læra helling á þessu. GAMAN GAMAN...
Jæja... Pétur Ben tónlistamaður er búinn að skila sér í hús og þá get ég farið að sofa...
Guð geymi ykkur öll.
Athugasemdir
Ég man ekki betur en að fyrir nokkrum árum síðan hafi snjóað í kringum 4 júlí þarna fyrir norðan hjá ykkur. En Akureyri er yndisleg á Vetri sem og sumri
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.9.2007 kl. 23:03
Ha er komið nýtt tölvukerfi, tell mí, takk annars fyrir hlýleg og falleg orð í minn garð Magga mín
sjálf geturðu verið frábær. þú þarft bara að trúa því, alltaf, bið að heilsa í bili
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 14.9.2007 kl. 07:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.