Mánudagur, 10. september 2007
Takk fyrir...
Mér er þakklæti efst í huga núna...
Takk fyrir uppliftandi hrós og viðurkenningar í minn garð í dag... Yfir mig hafa flætt hrós og falleg orð, í skólanum, í endurhæfingunni minni, móðir mín og barn, svo hér inni líka. Maður fer nú bara að roðna og vita lítið hverju maður á að svara ... En þetta hlíjar mér allt mjög um hjartarætur og gefa mér aukinn kraft útí næstu daga. Ég finn í sálu minni svo mikið jafnvægi og vissu um að allt sé á réttri leið í lífinu og ég hlakka til að vakna á morgun og takast á við verkefnin sem bíða mín. Þetta er tilfing sem ég hef ekki fundið í langann tíma... vissa og traust... og það er yndislegt. Það er ekkert betra í lífinu en að vera sáttur og fullur tilhlökkunar yfir lífinu og því sem það hefur að bjóða... TAKK fyrir að vera mikilvægur hlekkur í þeirri keðju sem gefur mér þá vissu og taust til lífsinns.
Fyrsti skóladagurinn var yndislegur ... það að labba inní þessa byggingu og fá þær hlíju og góðu móttökur sem ég fékk var eins og tilfinningin að "koma heim". Með vissu get ég sagt að ég veit hvað ég vill gera í framtíðinni og það er vissa sem ég hef ekki haft síðann ég hóf þetta líf. Skólinn hefur gefið mér það sjálfstraust og styrk til að vera óhrædd við það líf sem bíður mín og það eitt er nú góður árangur fyrir annas svo litla menntastofnun. Litla en MJÖG mikilvæga menntastofnun. Ég er líka viss um að þessi skóli hefi gefið fleirum en mér betri og sterkari sýn á lífið. Þetta uppbyggjandi og góða umhverfi með sínum góðu kennurum og fylgdar fólki fær mann til að vilja gera betur hvern dag sem líður og láta gott af sér leiða í framtíðinni. (úfff... hvað þetta var væmið en það kom beint frá hjartun).
Á meðann rólega tónlistin og kertin flökta í gegnum stofuna hjá mér finnst mér vera svo örugg... örugg á heimili mínu og í lífinu... TAKK FYRIR ÞAÐ.
Jæja ég ætla að skríða með bros á vör uppí holuna mína og faðma svefninn... svo ég geti vaknað tilbúnari í morgundaginn...
Guð geymi ykkur öll sem þetta lesið...
Athugasemdir
Moj, eins og Finnarnir segja, gaman að heyra hvað lífið er gott hjá þér þessa dagana, þú átt það alveg skilið, ég hef brjálað að gera, fer á fætur 7:30 beint í skólann kem svo heim í fyrsta lagi kl 8 oftast þó seinna, þó skólinn hafi aðeins verið í viku hef ég lært alveg svakalega mikið. Næ sennilega ekki að blogga eins mikið og ég hefði viljað, því ég hef svo mikið að gera , en hugsa bara þeim mun meira til þín. Bið að heilsa í skólann og þú getur sagt þeim, að ef þau vilji fréttir þá er alltaf hægt að lesa bloggið. kiss og knús.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 11.9.2007 kl. 18:03
Elsku Krumma mín... þetta er allt svo spennandi hjá þér og fer ég að hugsa um veru mína í DK á sínum tíma... ég lærði meira á einu ár en öll hin 3 sem ég var hér heima... og ég skil vel að þú hafir nóg að gera og sért að læra helling.
Elskan mín ekki nota alla þína orku í bloggið... en alltaf gott að vita frá þér... notaðu tímann vel og farðu vel með þig. Og já ég hlakka til að sjá myndirnar af því sem grafískadeildin þeirra er að gera ekki spurning (endilega taktu myndir).
Ég skila kveðju þinni til allra... ekki spurning.
Margrét Ingibjörg Lindquist, 11.9.2007 kl. 19:29
Ég held að þú eigir allt það hrós skilið sem þú ert að fá og örugglega meira til ég held áfram að fylgjast með þér og óska þér alls hins besta í vetur.
Sæmi (IP-tala skráð) 11.9.2007 kl. 23:14
Reglulega falleg og hjartahlý færsla :) Guð geymi þig elsku bloggvinur
Hólmgeir Karlsson, 11.9.2007 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.