Laugardagur, 8. september 2007
Haustið greinilega komið...
Ég sat úti á palli hér á Öngulsstöðum áðann og það var svo yndislegt... myrkur, alger kyrrð, raki, og greinilega komið haust... mikið er maður heppin að lifa þannig lífi að maður leifir sér að staldra við og njóta þess sem er svo dagsdaglegt... bara það að husta á kyrrðina... njóta sólarlagsinns... eða vera úti í þeissari hreinu rigningu sem kemur hér á þessu undur fagra landi. Ég fer líka að hugsa ... mikið er ég feginn því að ég læt ekki annað eða aðra trufla þessa hugarró mína... ég á hana ein og með syninum.
Við Ragnar fórum í dag að tína smælik.... já við fengum að fara í heilann kartöflugarð og tína eftir vélunum eins og við vildum... þvílík upplifunn fyrir barnið að fá að skríða í moldinni og róta og finna þessar falleru "litlu" kartöflur sem honum finnst dýrindis matur. Svo fórum við í búð og keyptum nýjar gulrætur og hvítkál og suðum kjötbollur með og til að toppa allt smjör.... uuuummmm.... þótt ég hafi gaman að því að kokka og nýt þess að gera flókna rétti fyrir allskonar fyrirfólk þá finnst mér svona heimamatur alltaf hjafn góður. Við erum svo heppin líka að eiga svo ferskan og gott hráefni ég í þessu landi. Já vel á minnst ég er líklega að fara að elda fyrir biskubinn og frú... hehehe.. já það er ýmsir sem droppa í gistingu hér ...
Annas fer þessari törn minni sem hótelstíra að ljúka... ég er búinn að vinna í 24 daga streit núna og það skal viðurkennast að heilsufar mitt leifir það ekki... en ég hef komist vel í gegnum þetta allt saman og er ég náttúrulega mjög sátt við það... Til hlökkunin í að byrja í skólanum heldur manni líka vel gangandi... svo er ég víst að fara að kenna líka í vetur... hehehe já ég kem til með að kenna eina valgrein fyrir 9-10 bekki grunnskóla Akureyrar... mig hefur lengi langað að kenna þannig að nú fæ ég tækifæri til að prófa það. Svo er ég að fara á ráðstefnu fyrir sunnan í enda þessa mánaðar.... Norrænt Heimilisiðnaðar þing... það verður spennandi... mjög.
Mér þótti leitt að við íslendingar skildum ekki ná að halda markatölu okkar gegn spánverjum áðann... góður leikur og rosalega geta sumir fullornir menn vælt mikið ... eins og spánverjarnir um allt og ekkert... blóðheitir en meirir... þá vil ég nú bara íslenskt hörkublóð.... með allt sitt á hreinu... hehehehe.. ja´lísi hér með eftir einum þannig... ehhehehe...
Jæja kæru lesendur, vinir, félagar, ættingjar og þeir sem ég elska...
ég ætla að skríða inní honuna hér við hlið sonar míns og hvíla mig og passa hótelið í nótt.
Athugasemdir
Góða nótt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 8.9.2007 kl. 22:47
takk sömuleiðis...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 8.9.2007 kl. 22:54
Æi Magga mín þú ert svo dugleg, en viltu í guðanna bænum fara vel með þig. Ég fór hjá mér við falleg orð í minn garð þú ert sjálf alveg yndisleg, já þú myndir sturlast af hrifningu ef þú sæir grafíkmyndirnar sem eru skapaðar í skólanum, ég skal vera dugleg að taka myndir veit þú hefðir gaman af því að skoða þær. Bið að heilsa liðinu í skólanum,
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.9.2007 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.