Sunnudagur, 2. september 2007
Helgin...
Sæl veri þið...
Þá er þessi helgi á enda eftir mikla vinnu. Ég var í gærkvöldi með stæðstu veislu sem ég hef stjórnað og hún tókst vel, þótt ég segi sjálf frá... ég fékk 10 fyrir forréttinn og hrós eins og " súkkulaðikakan á KEA er eins og rúgbrauð við hliðina af þinni" hehehehee... það er nú víst ekki hægt að fá það betra... Allavega er ég sátt... Konunum sem voru í þessari veislu fannst nú samt skrítið að ég skildi ekki vera búinn að nælar mér í góðann mann svona góður kokkur eins og þeim fannstég vera... Ég ætti kannski að auglýsa veislu á Öngulstöðum fyrir einstæða karlmenn og sjá hvort mér takist að heilla einhvern þannig... heheheheh... "Singel men dinner"...
Ég er samt hellings þreytt eftir þetta allt en er samt farinn að hlakka til skólans sem byrjar á mánudaginn eftir viku. Það er bara ein törn eftir í vinnunni og það er næsti föstudagur og svo er matur fyrir 16 manns um helgina... ekki málið... hehehee... og svo er stefnt út á lífið á laugardaginn... heheheh.e... lita bæinn rauðann...
En jæja elskurnar ... ég ætla í háttinn...
SVOEET DREAMS... Guð geymi ykkur...
Athugasemdir
Hafðu frekar veislu fyrir "einstaka" í stað "einstæðra" sæta súkkulaðikaka :)
Sweet dreems 2 :)
Hólmgeir Karlsson, 2.9.2007 kl. 21:58
Okey... "kvöldverður einstakra manna"
Margrét Ingibjörg Lindquist, 3.9.2007 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.