Miðvikudagur, 29. ágúst 2007
Haust og áframhald á lífinu...
Sælt kæra fólk...
Ég hef svosem ekki mikið að segja er langar samt að blogga smá. Hér er lífið farið að taka vissa stefnu sem maður bjóst nú við þegar skólinn hans Ragnars byrjað, ég hlakka bara mikið til að byrja líka.
Þrátt fyrir mikinn vilja og löngun af minni hálfu þá verður að viðurkennast að þótt ég sé búinn að ná miklum árangri í sumar þá finn ég það núna eftir 14 daga stanslausa vinnu að ég er ekki kominn á þann stað sem ég vil vera á. Ég átti líka eftir að segja ykkur að lifrin mín er nærri orðin góða aftur... ;) hehehe... Alovera Gel frá Forever Living geri kraftaverk... allavega var læknirinn minn mjög hissa og afpantaði ukurðaðgerðina sem ég átti að fara í ... og auðvitað er ég sáttust. En ég finn samt að bakið er ekki komið á þann stað sem það á að vera og andlega hliðin er ekki alveg stabíl en hver er heill á geði í þessum heimi... hehehe.. ekki ég... þótt að ég sé bsta skinn. En þetta verkefni sem ég er að vinna að núna er samt vel þess virði að vera smá prófsteinn á það hvar maður stendur eftir endurhæfinguna.
Ég hlakka mikið til að komast í áframhaldandi vinnu með Byr endurhæfingu í vetur þá fæ ég aðgang að sálfræðingi, hóðefli, og allskonar öðru sem er gott fyrir mann...
Ég komst reyndar að því í gær að ég er að standa mig vel sem mamma, ég fór í viðtal til Páls Barna og unglingageðlæknis því að Ragnar minn er að fara í gegnum greiningu, því allt bendir til þess að hann sé ofvirkur eða með einhverskonar röskun í hegðun... ekki spyrja mig ég er ekki sérfræðingurinn á þessu sviði... Það er best að láta aðra um það sem er þeirra sérsvið. En Páll sagði margt sem ég tók til mín og ég komst að því að ég er búinn að gera margt rétt fyrir barnið mitt ... jafnvel hefur mér tekist að halda niðri einkennum hans með aðferðum mínum við uppeldið. Því er ég náttúrulega mjög stolt yfir.
En annas er ég að undirbúa stóra veislu í vinnunni... ummmm... rækjukokteill, lamb með öllu meðfylgjandi og frönsk súkkulaðikaka með vanilluís. uuuu...uuummmmmm...
Jæja kæru vinir.. ég ætla í heitt bað og koma mér svo snemma í háttinn, því ég held að haustið sé farið að gefa mér smápest.. þannig að það er best að láta svefninn laga það... Góða nótt, kæru vinir
Guð geymi ykkur öll...
Kveðja Margrét
Athugasemdir
Innlitskvitt og Góða nótt
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.8.2007 kl. 20:48
I will ask my angels to wach over you ;)
Hólmgeir Karlsson, 29.8.2007 kl. 22:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.