Meir en glöð...

Sælt veri fólkið...

Já núna er móður hjartað bæði meirt en voðalega stolt af barninu sínu. Gleðin skein úr augum þegar ég vakti soninn kl. 7  í morgun... " er ég að fara í skólann núna?" með stóru gleði brosi, " já, ástin mín núna ertu að fara í skólann, með töskuna þína og allt dótið" ... "jibbbíí... förum við strax"....

fyrsti-skoladagurinnVið fengum okkur morgunmat og klæddum okkur og röltum svo saman niður í skóla. Það var eins og hann hefði alldrey gert annað, labbaði á undan mér með vinum sínum og skeitti því eingu að mamma gamla væri að koma með. Skólinn var fullur af fólki , börnum og foreldrum. Það var ekki þverfóta fyrir kennara eða börn í stofunni vegna áhyggumikilla foreldra sem þorðu ekki að sleppa hendinni af börnum sínum. Þá minntist ég þess sem mamma hafði sagt, " því fyrr því betra sem börnn venjast á að vera "ein" í skólanum, þá tengjast þau kennarum betur og strax"...   Með þetta í huga spurði ég Ragnar hvort ég mætti fara og það var ekkert mál... kissti mömmu sína bless og fór að gera það sem kennarinn sagði.  Ein og yfirgefinn rölti ég mér heim á leið, örfáir dropar kisstu andlit mitt og ég fann í hjarta mínu að ég varð meir... en glöð  yfir að eiga svona indislega duglegann dreng. 

 

 

 

 

 fyrsti skólad-1

Gullið mitt... Ég elska þig.

Megi gæfan fylgja þér alla ævi. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Til hamingju með krúttið

Kolla, 24.8.2007 kl. 17:00

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Frábær stund,..  og duglegur strákur :)  þetta er stórt skref á lífsleiðinni og vona bara að skólinn uppfylli væntingar hans. Bros til ykkar

Hólmgeir Karlsson, 24.8.2007 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband