Mánudagur, 13. ágúst 2007
Þá er komið haust...
Já það finnst sumum kannski of snemmt að segja að það sé komið haust en hér á bæ bendir meira en minns til þess... laufin á runnunum hennar mömmu eru farinn að breita litum, námslánin eru kominn, búið að kaupa allt skóladót og gera skrifborðið klárt. Ég fer í þessari viku að fara að titla mig hótelstíru og fæ að halda þeim titli í 3-4 vikur... hehehee.. montrassinn ég... Sveppirnin og berin orðin týnslufær .... allir læknarnir mínir og sálfræðingar komnir til starfa svo að mér sýnist á öllu að hér komist haust og vetrar áætlunin af stað fyrr en síðar.
Mér tókst nú lítið að ná á barnsföður mínum um helgina svo að ég neiðist til að skrifa honum bréf svo að hann skilji skilaboðin mín, svona barnsinns vegna. Annas benda mér flestir á það að fara með umgengnisrétinn í gegnum sýslumann svo að það verður næsta skref ef bréfið virkar ekki. Því í rauninni fyrir mig perónulega væri það lang best að þurfa ekkert að tala við mannin en þegar maður tekur að sér það hlutverk að vera móðir barns og búa ekki með föðurnum þá verðum við ætíð að hafa samband barnsinns vegna. En það vill vera algengur miskilningur hjá sumum barnsfeðrum að þeir séu að gera okkur mæðrunum einhvern greiða með því að þeir hitti börnin sín. Svo var mér nú hugsað til þess að minn barnsfaðir græðir mikið á því að ég sé ekki í sambúð eða með manni því að ef ég ætti maka þá myndi barnið ekkert vilja suður sækja... Hann hefur ekki þagnað yfir því hvað honum finnist gott að vera kominn heim til mömmu og ömmu ... hann var í burtu frá okkur í 4 daga... þetta hlítur að segja manna eitthvað. Jæja nóg tuð um það.... hehehe... þetta er soldið ég að hugsa upphátt því ég lít á þessi skrif mín sem dagbók á sinn hátt...
Suðurferðin var yndisleg þrátt fyrir erviðar aðstæður... Við systkynin náðum að standa teinrétt við hlið móður okkar á þessum erviðu tímum og var það yndislegt að sjá okkur ná svona saman í þeirri vinnu, því að aðstæður okkar sem börn gerðu það að verkum að við vorum alldrey vinir og áttum í miklum deilum lengi vel en sem betur fer erum við 3 ... ég, mamma og Óttar bróðir orðin frábært teimi. LOKSINNS eftir öll þessi ár í erviðri baráttu um tilfingar og í erviðum aðstæðum. Það gerir mig svo hamingjusama að fjölskyldan mín sé sameinuð á ný.
Ég gerði líka góðann díl fyrir sunnan... Gummi (fyrrverandi mágur) og Inga konan hans voru að gifta sig loksinns eftir öll þessi ár saman... TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ elsku vinir. en... Inga hafði hringt í mig og vildi fá mynd eftir mig er var nú það auðfengnasta sem til er... þannig ég ákvað að gefa þeim hluta af henni í brúðargjöf... og resin var samningsatriði... en díllinn sem ég gerði um restina er við Gumma sem er einn af okkar bestu forriturum á landinu og hann samþykkti að hjálpa mér að forrita heimasíðuna mína sem ég ætla að vinna að í vetur því ég get ekki hugsað mér að klára skólann nema að vera búinn að koma mér upp almennilegri og flottri heimasíðu.... Þannig að ég er hæst ánægð.
Auðvitað fór ég svo á Handverksýningunar á Hrafnagili, og ég var upprifinn... sérstaklega af miðaldar kjólunum frá Noregi... uuuuuuummmm ... vá hvað þessi hönnuður féll í kramið hjá mér... og í rauninni er kominn góður standart á þessa sýningur ... gott mál.
Svo var brunað á Fiskidaginn mikla með alla rununa á eftir sér... og var það líka gott og gaman á sinn hátt... nema fyrir það að sumir í hópnum þurftu að vera að staupa sig líka og það fellur mér illa. en annas ferlega gaman allt saman...
Jæja kæra fólk... ég vil senda ykkur öllum ritknús... og byð Guð um að geyma ykkur þar til næst...
Athugasemdir
Gott að lesa bloggið þitt að vanda :) Fjöldkylda sem talar og styður hvert annað er mikill auður. Til hamingju með að þið séuð orðin teymi ...
Ég rétt náði að kíkja á opnunina á Handverkinu á föstudaginn áður en ég fór úr bænum. Held sýningin hafi bara verið býsna góð núna og vonandi komin til að vera um ókomna tíð. Missti hinsvegar af Fiskideginum sem mér þótti miður.
Bros og kveðja til Hótelstýru ...
Hólmgeir Karlsson, 14.8.2007 kl. 00:19
sæl .. vara að renna í gengnum bloggið þitt .fínar myndir
.. varaðangi umgengnisrétti þá er best að fara strax í gegnum lögfræðing (eða sýslumann) það er það eina sem virkar, þetta veit ég af eigin reynslu . svona lagað verður að vera skjalfest og þinglýst svo að eitthvað sé hægt að gera er ef ekki er staðið við gefin loforð ..
Margrét M, 16.8.2007 kl. 08:20
ja ég var nú á Akureyri í nokkra klukkutíma á föstudaginn var i þvílíkri rjómablíðu
Sæmi (IP-tala skráð) 21.8.2007 kl. 22:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.