Kvöldið í sveitinni...

Sælt veri fólkið...

ég sit hér á Öngulstöðum (í aukavinnunni minni) ég á víst nætugvakt en á ervitt með að sofna því að verðrið er svo yndislegt... blanka logn og kyrrðin og róin... ég vildi óska þess að ég ætti heima hér... það eru forréttindi að fá að njóta svona mikillar fegurðar sem þessi sveit ehfur uppá að bjóða...

ég skal viðurkenna að ég fékk pínu samviskubit áðann þegar ég var búinn að lesa bloggið hjá honum Hólmgeiri bloggvini mínum um hans lífsreynslu eftir bílskys... samvisku bitið var útaf því að ég var alveg búinn á því í dag  og var svo ervið við soninn... það skal viðurkennast að hann er mjög krefjandi þessa daga sem er mjög skiljanlegt því að það eru svo miklar breytingar hjá honum og svo er hann búinn að bíða eftir því núna í nærri 3 vikur að komsat suður til pabba (en hann kom heim í dag eftir 4 vikna utanlandsferð) mamman er ekkert skemmtileg því að hjá pabba bíður stór afmælisgjöf.

Núna er snúðurinn minn hjá mömmu minni og ég get ekki tekið utanum hann til að byðja hann fyrirgefningar á því að hafa verið þreytt og pirruð... og það tekur mig sárt... 'Eg myndi ekkert frekar vilja en að skríða undir sængina hjá honum finna þá yndislegu ligt sem sem hann ber...  kyssa hann á ennið og byðja hann afsökunar og segja honum að ég elski hann hann meira ein nokkuð annað í lífinu, og sofna með litlu hendurnar hans utanum hálsinn ... Crying

Ég verð bara að muna að þetta verður það fyrsta sem ég geri þegar ég hitti hann aftur á mogun. En ég verð að fara að koma smá svefni í hausinn á mér því að hann hefur alls ekki verið mikill síðustu nætur... og það er ekki gott... GÓÐA NÓTT kæru vinir... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband