Fimmtudagur, 26. júlí 2007
Það sem okkur er mikilvægast...
Sælt veri fólkið...
Í dag ringdi sem er rosalega gott fyrir náttúruna og gladdist ég því mikið. Það hlakkaði í mér því að þá eru meiri líkur á því að sveppirnir nái að vaxa og dafna svo að við getum notið þeirra vel og lengi í vetur. Mig hlakkar til að fara að tína þá og geta fengið mér ristað brauð með ný steiktum sveppum í smjöri og kúmeni. heheheee... já ég er skrítinn... ég er bara svo mikið nátturu barn og mikil náttúru gyðja. Sumir segja að ég sé norn en bæta svo við "góð norn" sem ég er mjög sátt við... Ein sagði að hún sæi mig alveg fyrir sér í skósíðri skikkju með stórri hettu á vappandi í náttúrinni... mér þótti gaman að þessari lýsingu því að ég ætla einmitt að sauma mér eina þannig í vetur og gera briddingar á hana með spjaldvefnaði... svona eins og í gamladaga...
Það er eitt sem fer allt með mér þessa dagana og það er myndavélin... og hér með þessari færslu fylgja nokkrar myndir sem ég hef tekið mér til yndisauka síðustu daga og í dag.
Í dag ver ekki mikið gert úti við en ákveðið var í gær að í dag yrði "listasmiðja" hér heima hjá mér. Ég var búinn að lofa því að kenna bróðurdætrum mínum að gera myndir eins og ég hef verið að gera og mér skilst að það hafi verið mikill spenningur fyrir því. Það sem kom sem upp var að þær áttuðu sig á því að maður hristir bara ekki listavevrk úr erminni svona á smá tíma... heheheee.. en það er góður lærdómur. Lína vinkona kom líka og við vorum að undirbúa fyrir hana því að hún verður með á Handverkshátíðinni , með verk sem á sér sögu og verðru skemmtilegat að sjá hvaða viðbrögð hún fær... þetta er voða gaman... ég fæ að vera bæði grafískur og textíl hönnuður í senn... svo er svo yndislega gaman að vinna með henni Línu minni í Gröf... hehehehee.. Hún er líka að gera svo yndislega fallegar myndir í Gallerý Dalí núna... sko meira en þess virði að sjá þær og tryggja sér eintak.
Fyrirsögnin mín er "það sem okkur er mikilvægt" og það er það sem mér er mjög hugleikið þessa stundina. Ég er svo þakklát þessa dagana fyrir svo margt... og mig langar að deila með ykkur því... Þakklátust er ég fyrir soninn minn og hvað við eigum falleg og sterk tengsl. Móðir mín er líka mér mjög mikilvægog ég væri hvorki fugl né fiskur ef hún hefði ekki verið til staðar. Hún er sú fallegasta , heilsteiptasta, hugulsamasta, greiðviknasta og hjartahlíjasta manneskja sem ég á ævinni hef kynnst. Hennar skoðum og álit er mér allt. Ég veit líka að hún er einn af tveim stæðstu pungtum í lífi sonarinns og kallaði hann hana lengi vel "amma-mamma" og lísir það svo miklu. Ég er mjög þakklát fyrir vini mína sem hafa gengið með mér í gegnum súrt og sætt síðustu ár... Lína, Þráinn, Jenný, Laufey, Kristín Þöll, Inga Felixs... þið eruð perlur sem hver manneskja myndi geyma sem dýrgripi sína. Ég er þakklát fyrir alla þá sem hafa hjálpað mér fjárhaglega og með veraldlega hluti... alla þá sem hafa hjálpað mér með það andlega og líkamlega... Skólinn er mér mikils virði og allar þær nýju reynslur sem ég hef fengið síðustu árin. Takk takk... ég er betri manneskja fyrir það að ykkur brá við í mínu lífi.
Guð geymi ykkur ÖLL... ykkur hin líka... þið eruð öll einstög hver og eitt...
Athugasemdir
Þetta var virkilega falleg færsla
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.7.2007 kl. 22:50
Takk... Það er gleði ég því líka að aðrir njóti...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 26.7.2007 kl. 23:35
Myndin þín með regndropunum er virkilega falleg, og færslan líka ... endurspeglar bara höfundinn :)
Hólmgeir Karlsson, 27.7.2007 kl. 01:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.