Fimmtudagur, 17. ágúst 2006
sorgin og erviðu skrefin í lífinu...
Það er lítið annað en sorg, söknuður og sterkar tilfingar sem hafa einkennt daginn minn frá því í morgun... þegar ég fékk símtalið um að hún Linda okkar hefði dáið í bílslysinu uppá Kjalarnesi í gær...Minningarnar og tilfingarnar flæða fram ... en svo þegar ég áttaði mig á því að ég þurfti að taka mér fyrir hendur það erviða verkefni að segja 5 ára Gullinu mínu frá því að systir hans hafi dáið... Það er líklega það erviðasta sem ég hef þurft hingaðtil að segja þessari litlu óhörnuðu sál svona sláandi fréttir... Elsku Rafn, Hörður, Anna Margrét og allir aðstandendur mikið vildi ég að ég gæti verið nær og veitt ykkur stuðning en við mæðginin erum hjá yllur öllum sutundum með samúð og sorg í hjarta. Ég persónulega hugsa til þeirra tíma sem við Linda áttum saman... deginum sem hún hélt á Ragnari undir skírn, þegar hún kom og var hjá okkur og löngu símtölunum við hana... Við höfum misst mikinn fjársjóð og við viljum passa uppá að minningin hennar haldist hjá okkur... Að lokum við ég deila með ykkur orðum sem sonur minn sagði rétt fyrir svefninn... "mamma... Lind er fallegur eingill hún er með gullhár eins og ég" og svo brosti hann...
Athugasemdir
Kæra Magga
Takk kærlega fyrir kveðjuna.
Samúðarkveðjur héðan frá líka, maður er bara orðlaus í svona tilfellum.
KV Eva
Eva Sigurrós Maríudóttir, 18.8.2006 kl. 20:39
Elsku Magga og Ragnar ég samhryggist ykkur innilega megi góður guð vera hjá ykkur á erfiðri stund. kv Sæmi
Sæmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.8.2006 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.