Jurtadagurinn mikli... að komast í tengsl við náttúruna.

Góða kvöldið kæru lesendur...

Það er svo gaman að setjast svona niður eftir þessa daga okkar og setja inn myndir og segja ykkur frá. Því þessa síðustu daga höfum við verið að bralla ýmislegt.

Í dag ákváðum við að fara og tína jurtir... því að ég hef ætíð haft mikinn áhuga á lækningamætti íslenskrar flóru. Við ókum  sem leið lá niður að Gásum því að um síðustu helgi hafði ég áttað mig á því að þar svæði er ofboðslega ríkt af góðum jurtum.

asrunÉg tók mömmu með og barnabörnin hennar... Ásrúnu Maríu, Elín Fríðu og Ragnar ( svo var Harry Potter og félagar á sveimi þar líka). Við ráfuðum um og tíndum allt sem svæðið hafur uppá að bjóða... ekki alveg kannski en það sem mig langaði að safa fyrir veturinn svona til að sporna við kvefi og flensum. Við tíndum ein heljarinnar bísn af Vallhumlli sem er einstaklega róandi og bólgueyðandi... og frábær við tíðarverkjum. Gulmaðran ver líka ofarlega á lista því hún er svo góð fyrir blóðið og allt það kerfi. Blóðbergið er líka eðall sem ég vil ekki vera án í vetur bæði í te og sem krydd á lambið. Ekki má gleyma Rauðsmáranum til að hjálpa lifrinni minni að ná bata. 

elinBörnin undu sér þarna um stund og fundu helling af berjum en þegar óró komst á hópinn tók ég mig til og kenndi þeim að gera mína heimsfrægu og fallegu blómakransa sem ég gerði líka um síðustu helgi á Víkingahátíðinni og tókst þeim frábærlega til með sína frumraun í kransagerð.


 

 

 

 

Ég á nátturulega bara fallegustu frænkur í heimi.

Eftir jurtasöfnunina ákváðum við að fara niður í fjöruna sem er þarna líka og skoða okkur um. Fjarna þarna er frábær  og skemmtilegt ... en best er að trufla Kríjuna ekki of mikið því að hún var ennþá mjög agresív og pirruð á þessum tvífættu gestum sem spásseruðu þarna um og veifuðu allakonar drasli fyrir ofann hausinn á sér... barnabörnin

Þau eru okkar bjartasta von... þessar elskur og kynslóð framtíðar.

  

 

 

 

 

 

steinahjarta

Svona að lokum við ég senda ykkur öllum stórt knús með þessari mynd. Sem er lítið listaverk sem ég gerði með ykkur öllu í huga. Leggjum okkur fram við að komast betur í tengsl við okkar fallegu náttúru og njóta þess sem hún hefur uppá að bjóða.


 

Guð geymi ykkur öll... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Falleg færsla hjá þér Magga og gaman að lesa :) Nýja hausmyndin á blogginu þínu er líka flott hjá þér, enda listamaður af lífi og sál  ...

Hólmgeir Karlsson, 25.7.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

ÆÆÆIiii... takk kæri vinur... þú ert altaf sama perlan...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 26.7.2007 kl. 10:48

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson


Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.7.2007 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband