Þriðjudagur, 24. júlí 2007
Hrísey...
Sælt veri fólkið... Hér kemur ferðasaga okkar til Hríseyjar í dag...
Í dag var farin fjölskylduferð til Hríseyjar... Veðrið lék við okkur en auðvitað varð norðan "hafgolann" svona 15 metrar á sekúntu að vera með í för... það gerði ekkert til því við búum jú á íslandi og kunnum að klæða okkur (allavega segjum við ekki annað) Hér á bæ var mikill spenningur útaf ferðinni og var vaknað kl. 7 til að rjúka af stað ... en mamman var nú ekki alveg á því að láta draga sig frammúr löngu fyrir kristilegann tíma.. þannig að guttinn settist og horfði á smá dvd á meðann mamma kúrði aðeins lengur. Svo fórum við til mömmu (ömmunar) um hádegi og borðuðum þar haldbærann og góðann hádegismat áður en átti að fara út í eyju. Það kom uppúr kafinu að einginn af barnabörnum mömmu höfðu farið í Hríssey svo þetta var frábær hugmynd.
Við komaums að því að Hríseyingar lifa við öflugt samgöngutæki sem fer að mig minnir einar 8-10 ferðir á dag framm og til baka... sem mér finnst hreint frábært... og mér skilst að fyrst að það sé frítt í strætó á Akureyri fái eyjaskeggjar frítt í ferjuna... tær snild... Siglingin á milli lands og eyju tekur ekki meira en 15-20 mínútur.. þótt að börnin hefðu geta farir miklu lengri ferð því að það var feikna gaman í bátnum. Það er augljóst að marglittur lifa góðu lífi þarna við eyjuna því að það var krögt af þeim rétt utann við bryggjuna og virtust fílarnir finnast það hið besta mál.
Ég filltist löngun til að flitja í svona lítið pláss þar sem nátturan og fólk lifir svona í sátt og samlyndi. Eyjarfjörðurinn er náttúrulega ofboðslega fallegur í allar áttir sem litið er. Mikið vildi ég að ég fyndi mér góðann mann sem vildi búa með mér á þannig stað þar sem náttúran og víðáttan er allt í kríng. maður gleymir því að hið daglega líf er allt farið að snúast í kringum lítið apparat sem heitir klukka... staðin fyrir að njóta staðar og stundar. Njóta barnanna og lífsinns.
Þegar út í eyju var komið fórum við frá borði og röltum okkur að litlu húsi sem virtist vera einhverskonar upplýsingamiðstöð sem og var. þar settumst við niður til að átta okkur á staðnum og því sem hann hefur uppá að bjóða... Þá kom mamma (amman) út og bauð okkur í leiðsögutúr um eyuna þar sem okkur var planntað uppá vagn sem hafði verið búinn út fyrir ferðamenn með bekkjum og teppum ( sem veiti ekki af svona á há sumri í brjálaðri norðann "golu") og skal það viðurkenn núna að sumum í ferðinn var orðið frekar kalt eftir þá ökuferð þó sérstaklega unglingunum sem máttu ekki hnekkja útlit sitt og höfðu gleymt því að við eigum heima á íslandi ... hinum börnunum og gamalmennunum var sama um útlitið og ákváðum að vera vel klædd. Leiðsögumaðurinn í þessari vagna/dráttarvélaferð var hreint frábær hann heitir Aðalsteinn Bergdal og er leikari... skemmtilega orðheppinn maður með vitneskjuna á hreinu... Það var mikið hlegið í þessari ferð og við komums yfir 66 norður breiddargráðu..( held ég allavarg )
Þegar norðann "golan" hafði leikið okkur grátt á gömlum fjárvagni í snót um hvað við lærðum í ferðinni fengum við líklega að heyra galdraþulu og heilu kaflana úr þeirri annas ágætu bók. En ekki truflaði þetta okkur hin því að svona verða þessi grey að fá að vera svona klukkutíma en með hlátur í hjarta og fullan viskubrunn ... var okkur sleft í eigin leiðangur og hann endaði undir næsta húsvegg því að það var alvitað að í bakpokanum mínum var mikið nesti sem var farið að freista ferðalenganna og kláraðist það allt á augabragði ... sjáfar loftið virðist auka matarlist... Sumir fóru að leika sér í heimatilbúum leiktækjum barnanna í Hrísey en aðrir sökktu sér ofann í Harry Potter sem hafði filgt okkur alla ferðina í traustu fang elsta barnabarnsinns... og er ég viss um að ef við myndum spyrja þá
Heimleiðin var yndisleg og nutu yngri börnin sér í því að skoða sjóinn og allt sem sást í honum á meðann Harry og félagar náðu að fang þá eldri þannig að hún gleymdi að koma úr ferjunni þega í land var komið og þurfti að ná í hana niður í farþegarýmið. Allir sáttir við vindasaman og sólkinríkann dag á fallegri eyju í fallegasta fyrði landsins.
Þannig að nú er að koma sér í bað og í háttinn því við vitum ekki hvaða ævintírum við komum okkur í á morgun...
Guð geymi ykkur öll...
Mynd 1: Ég og sonurinn.
Mynd 2: Ragnar (sonurinn) að skoaða sjóinn.
Mynd 3: Elín Fríða bróðurdóttir mín, barnabarn númer 2 í röðinni.
Mynd 4: Frá vinstri mamma (amman), Ragnar, Elín Fríða og svo Ásrún María og Harry Potter...
Mynd 5: Mamma og börnin að skoða sjóinn á heimleiðinni.
Athugasemdir
Halló! Vorum við ekki bloggvinir einu sinni? Hvað skeði?
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.7.2007 kl. 21:37
Jú kæri félagi... viðe ERUM enn blogg vinir... Ég hef bara undanfarið ekki setið eins mikið fyrir framan tölvuna og í vetur.. en það breitist með haustinu aftur... Vonandi hefuru það sem ALLRA BEST... Ritknús...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 24.7.2007 kl. 22:17
Það hefur eitthvað skeð... þú varst ekki með á vinarlistanum mínu og það vantar fjöldann allan af bloggvinum
Gunnar Helgi Eysteinsson, 24.7.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.