Laugardagur, 30. júní 2007
Já já ég veit að ég er ekkert búinn að blogga lengi....
Hæ... hæ....
Já ég veit að ég hef ekkert bloggað lengi... hef bara hrienlega ekki verið í stuði til að tjá mig neitt hér inni... Það er búið að vera hellingur að gera hjá mér undanfarið... þrátt fyrir að vera ekkert að vinna þetta sumarið þá er búið að vera nóg að gera hjá mér... og merkilegt nokk ekki setið auðum höndum einn dag. Það skal viðurkennast að það hefur verið erviðara en annað að hlada sér við prógramið því að þeir sérfræðingar sem eiga að stiðja mig eru náttúrulega í löngu sumarfríi... allt uppí 3 mánaðar... Svona er álagið á læknanstéttina okkar að þeir þurfa að fara í svona löng frí til að geta sinng verkefnum sínum hina mánuðina... skrítið kerfi... en þannig er það samt...
Óttar bróðir hélt uppá 40 ára afmælið sitt um síðustu helgi og það var yndislegt að fá að vera þátttakandi í þeirri veislu... svo er ég að fara að halda 6 ára afmæli í næstu viku hér... það er svo gaman að þessari elsku... hann leikur sér ekkert núna að dótinu sínu því að við tókum svo vel til inní herbarginu hans í gær... Það á að vera svona hreint þegar afmælið er... þótt að það sé hægt að taka til áður aftur.. neinei... hann lætur sér nægja blað og blíant núna næstu dagannn... hehehe.. snúður... Hann fékk lykla í dag... núna erum við að æfa okkur í að opna allar þessar blessuðu hurðir á þessu húsi... svona til að vera tilbúinn fyrir skólagönguna í haust... ÚFFF... litla barnið mitt að fara í skóla... nefnum það ekki ógrátandi...
Jæja.. ég ætla að koma mér í háttinn.... það er víst hluti af því að ná bata að sofa nóg.... gengur ekki vel... ég er er að berjast við svefninn alla nóttina...
Guð geymi ykkur öll...
Heyrumst aftur fyrr eða seinna...
Athugasemdir
Það var mikið ég fagna að sjá að þú ert enn á meðal vor hér á síðunni ég var alveg hættur að lítast á blikuna held áfram að fylgjast með þér og hafðu það gott og guð geymi þig.
Sæmi (IP-tala skráð) 30.6.2007 kl. 22:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.