Ég gefst upp.....

Jæja fálgara... þá er komið að pisli dagsinns.. það er svosem hellingur í huga mér í dag.. Það er yndislegt veður hér fyriri norðann.. og það er kominn ágúst og ég mjög bátt með að bíða eftir því að skólinn hefjist aftur... ég lá um daginn í rúmminu að reyna að sofna og þá áttaði ég mig á því að þetta skólaár er líklega það krídískasta af öllum... núna þarf ég að draga í mig allan fróðleik eins og svampur því næsta ár er aðalega ritgerð og svo lokaverkefni.. þannig að nú er að duga eða drepast...Auðvitað hlakka ég til að sína í hvað mér býr.. hehehe.. það er sko hellingur og vonandi fæ ég tækifæri til að blanda textílhönnunninni meira inní þetta í vetur... úfff.. já ég þarf að fara að koma mér í gang meðmyndirnar fyrir sýninguna sem verður í byrjun október... Jamm Magga litla er að fara halda sína 3 einkasýningu.... hehehe.. það bætist alltaf á ferilinn.. ........................................Annað sem mér er ofarlega í huga núna er að bréfsefni og blekið í prennturum lögfræðinga hlítur að vera með einhverjum ofur munaða tolli... eða sköttum... því það að fá lögfræðing til að senda eitt bréf kostar greinilega 14.000,- það er ekki skrítið að þeir hafi það svona gott fjárhagslega þessar elskur... Og þegar ég hringdi og útskýrði að í einlægni minni og góðri trú hélt ég að bankinn hefði borgað þetta þá var ekki smá séns og minka kosnaðinn... þannig að ég talaði við bankann .. og spurðist fyrir um skildu þjónustufulltrúa... ég lagði inn reikninginn daginn sem ég fékk hann og hélt að hann hefði verði borgaður.. nei... greinilega ekki... mér finndist bankinn sem 2. eða 3. faldaði tekjur sína á síðasti ársfjórðungi hefði allveg geta tekið upp símann og látið mig vita að það væri ekki til peningur... þá hfði ég geta dílað við tannlæknastofuna sjálfa... og sloppið við 14.000,- reikning fyrir einu bréfi... Mér er að verða lífsinns ómögulegt að skilja hvernig þetta allt virkar í þessu landi... við sem eigum ekki möguleika á að lifa eðlilegu lífi erum sífellt að lenda í glufum á kerfinu... Mér tekst ekki einusinni að verða reið... ég borga bara reikninginn þegjandi og hljóðalaust.. og segi svo barninu mínu að hann verði að borða brauð og skyr það sem er eftir mánaðarinns því einhver lögfræðingur útí bæ þarf greinilega að nota peningana mína í að borga af bínum sínum... ( hann gæti kannski skutlað mér eina ferð í bónus, því ekki hef ég efni á bíl) ................. Vitiði !!!............. ég gefst upp á þessu...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband