Laugardagur, 22. júlí 2023
Sundlaug nr. 6 er Sundlaugin á Hofsósi - Best Instagrammaða laug landsinns.
Þegar maður er kominn í Sólgarð er Hofsós bara steinsnar frá, á leið manns inn Skagafjörð. Mín allra fyrstu kynni af Hofsósi var þegar ég náði mér í Skagfirðing sem kærasta á síðustu öld, en þá var þorpið í mikilli niðurnýslu og við keyrðum vanalega eins hratt og við gátum framhjá... En það hefur breist á síðustu 20-25 árum... Í dag er þetta einstaklega krúttlegt þorp og gamli hlutinn í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgum.
Þorpið er líklega með því allra fallegasta útsýni sem landið bíður uppá enda er sundlaug staðarinns mest myndara svæði landsinns. Það er alls ekki tekið frá þeim að byggingin og svæðið er einstalega vel valið fyrir laugina. Húsnæðið er mjög nútímalegt og flott, það kítlar auðvitað hönnuðinn í mér að fara á svona staði. Mér fannst búningsaðstaðan sniðurlega upp sett með sýrum svæðum , þurrsvæði og blautsvæði... vel hannað. Byrtan í klefunum er skemmtilega því veggirnir eru einskonar frosið gler og sturturnar eru þær allra bestu sem ég hef notað hingað til.
Laugin er 25 m. sem er kunnuleg stærð fyrir mig, hrein og notaleg... ég klaraði 625 m. svamli innan um lítið sturtaða úrlendinga í leit að besta skotinu til að pósta á Instagram. Þrátt fyrir merkta sundbraut var það ekki virt af öðrum gestum á svæðinu. Það sem mér þótti allra verst fyrir þessa flottu laug að sundlaugarsvæðið var rosalega draslararalegt, dót, skór, föt, handklæði og allskonar drasl útum allt... Ég hef séð betri þrif á WCum og sturtum, og sýnir það líklega að álagið á þessa litlu laug er meira en hægt er að viðhalda vel. Ég vil samt minna á að ég er smámunasöm og þegar ég sé svona flotta aðstöðu, vel hannað og umhverfið æði þá þarf líka lítið til að þetta fari á hvolf.
Það er samt alveg magnað að synda beint í norður og sjá Drangey blasa við þegar maður lyftir sér til að anda, því synti ég meira bryngusund til að njóta umhverfisinns í botn.
https://www.facebook.com/sundlauginhofsosi/?fref=ts
Við mæðgur fengum okkur gott að borða á Retro Mathús niðri við höfinan áður en við kláruðum hringinn heim... og ég held bara að ég hafi hitt draumaprinsinn minn þar líka (ekki alveg nógu hávaxinn fyrir minn smekk en)...
https://www.facebook.com/retromathus
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.