Fimmtudagur, 15. júní 2023
Áskorunin: 500m. í 50 sundlaugum fyrir fimmtugt.
Það eru orðin ca. 9 ári síðan ég hef skirfað færslu inná þessa síðu en núna fyrir nokkrum vikum var skorað á mig og datt mér í hug að nota gamla bloggið mitt til utanumhalds á því verkefni.
Þannig er staðan að ég varð 49 ára í síðustu viku og áskorunin snýr að því að ég syndi 500 m. í 50 sundlaugum á Íslandi áður en ég verð fimmtug á næsta ári. 'Eg hef síðustu 10 mánuði synt mikið og hefur mér þótt það ferðalag skemmtilegt og hef semsagt ákveðið að taka þessari áskorun.
Hér inn langar mig til að segja ykkur frá þessu ævintýri sem ég er að fara í. Ég er mjög vanaföst kona og það á eftir að vera verkefni að mæta í allar þessar sundlaugar sem ég hef ekki komið í áður . En þetta verður líka svolítill þvælingur til að ná þessu og sé ég framm á að ég þurfi að fara í dagsferðir til að synda í 1-2 sundlaugum sama daginn... Það er nú ekki málið að synda nokkrum sinnum því ég er vön að synda 1700-2000 m. á æfingu 5 daga vikunar þannig að 500 m. er vel viðráðanlegt.
Þar sem það var verkfall hjá BRSB á afmælisdaginn minn gat ég ekki byrjað þá, og svo fór ég suður á þriðjudag til að vera peppgella í annasri 50 áfmælis áskorun sem kveikti endanlega í mér... Á Leiðinni heim/norður í dag kom þetta til mín... í dag hef ég 11 mánuði og 25 daga til að ná Vinkonu minni í aldri... (við erum jafn gamlar í 5 daga á ári)
Þannig að þetta hefst núna...
Let´s do this...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.