sólin skín meira og norðannvindurinn stríðinn...:)

Ég sit hér ein heima núna áður en ég fer að taka mig til fyrir vinnuna í kvöld... Og í fyrsta sinn í langann tíma þegar ég labbbaði inn um dyrjar hjá mér áðann þá fannst mér þetta vera orðið "heim"... auðvitað vantar helling uppá að þetta verði eins og ég vil hafa þetta en eftir törnina mína í gær er þetta allt að koma... svefnherbergin orðin 98% kláruð ig allir kassar farnir af gólfinu... :) Mér er hugleikið þessi misserin hvað er það sem gerir mannskepnuna að persónu og hvaðn kemur sú persóna... og mér er hugsað til þess hvað heimili eru mikils virði og í rauninni hvað þau segja mikið til um aðilann sem býr þar...Hvaða manneskju vil ég sína með heimili mínu... hver er ég í rauninni.. :) því að ég er í þeirri stöðu núna að vera í rauninni að byrja að búa í fyrstaskiptið eftir að ég fæddist aftur fyrir svona 1 1/2 ári... enda er margt sem ég vil hafa núna en vildi ekki á sínum tíma og svo eru margir hlutir sem ég á sem ég get ekki hugsað mér að vera með hjá mér núna... og er bara að reyna að losa mig við. T.d. myndir af fólki sem ég hélt vel og lengi að væri mér hliðholl en þegar á reyndi virtist svo ekki vera... :) það er svo gott að vera laus við það.
Hugur minn þessa stundina er svo ofur rómantísksur að ég held að ég sleppi ykkur við það svona að mestu leiti...:) hehehe...;) Mér finnst eins og sólin skýni meira núna en oft áður... rigningin er notaleg... norðann vindur er bara stríðinn ekki kaldur.. og svo framvegis... Ekki það að aðstæður mínar hafi mikið breist.. enn sömu skuldirnar og brjálaða vinnan.. en það er svo gott að finna að maður er einhvers virði að það stittir upp í hjarta manns og brosið skín eins og sólin... þá verða áhyggjurnar af hinu veraldlega minni og ekki eins yfivráðandi... :)
Guð blessi ykkur öll...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband