Mánudagur, 30. apríl 2007
Að hlæja eins og barn...
Sælt veri fólkið
já ég veit að ég hef nærri horfið af yfirborði jarðar
en það er bara búið að vera svo mikið að gera hjá mér síðustu vikurnar að ég hef ekki gefið mér tíma í að skrifa ykkur línu.
Núna í þessum töluðu er ég að berjast við það að klára lokaverkefnið mitt í skólanum svo ég nái að vera með í yfirferðinni sem er í næstu viku. Það hefst
var reyndar búinn að fá frest á skilum en svo þurfti kennarinn okkar að fara erlendis og allt frestast
heheheee.. græddi smá á því.
Heilsan er eins og henni einni er lagið
og alltaf bætist á , núna er komið í ljós að það er eitthvað lifrarklikk hjá mér og skjaldkyrtillinn ekki í lagi heldu
einnig virðist líkaminn minn safna öllu járni í sig
(hehehe.. ekki furða að ég sé þung á viktinni
ehehheeee
). Svo núna er það bara að bíða í nokkra mánuði eftir að komast til sérfræðing útaf þessu.
Bakið er bara í fullri vinnslu hjá sjúkraþjálfa og svo þarf ég að fara fleiri sprautur líklega í næstu viku
búinn með 4 og á 2 eftir
vonandi ekki fleiri
Geðið fer enn upp og niður en mér skilst að það sé eðlileg á meðann svona mikið er í gangi hjá mér
og á meðann ég næ lítið að sofa
en vonadi stendur það til bóta. Vottorðið er farið inní Tryggingastofnun og nú er bara að bíða og sjá hversu mikill löglegur aumingi ég verð
heheheheee
það tekur víst 6-8 vikur fyrir þá að ákveða sig
þannig að nú er bara að byðja Guð um að borga reikningana mína á meðann
Veðrið er nátturulega búið að vera sindsamlega gott síðustu daga
og fórum við mæðginin í sund á sunnudaginn og renndum okkur í rennibrautinn saman
og það var svo gott að hlæja eins og barn um stund. Láta allar áhyggjur lönd og leið. Við skemmtum okkur mjög vel og ég hlakka til að eiga fleiri með honum í sumar
eitthvað sem ég hef alldrey gert.
En kæra fólk
Það fer að líða að því að ég vaka aftur í þessum blogg málum.
Hlæjum sem börn...
P.S. Sigga (guðmóðir Ragnars) já.. elskan mín
LITLA barnið okkar er að fara í skóla í haust
og hann er orðinn 30 kg
ÚFF hann verður flottur þegar hann verður eldri
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.