Fimmtudagur, 19. apríl 2007
Gleðilegt sumar...
Gleðilegt sumar kæru vinir, vandamenn, bloggarar og aðrir lesendur....Mig langar núna að þakka ykkur fyrir að hafa lesið pislana mín hér... þótt að þeir hafi verið misjafnir um allt og ekkert... tilfingar, sog og gleði...
Öll höfum við sveiflur í lífinu en ég er kannski ein af þeim sem hef í gegnum tíðina sagt það sem ég meina og meina það sem ég segi... Það hefur ekki alltaf fallið ígóðann farveg það sem ég segi en því miður verðu að hafa því að ég get ekki lifað fyrir aðra... Ég lifi bara fyrir mig og barnið mitt...
Lífið er svo merkilegt að þegar þú heldur að hlutirnir séu komnir að beina braut og þú stefnir hraðbyr að einhverju góðu þá er vanalega vinkilbeija á veginu og sú vinkilbeija mætti mér í síðustu viku... Svona lauslega til að segj ykkur um hvað mín vinkilbeija er þá fékk ég að vita frá bæklunarlækninum að liðurinn sem var skorinn um árið í rauninn fallin saman og smáliðirnir í kring líka og er komin beineiðing í þá og allskonar vefjamyndanir utanum taugaenda... Þannig að ég fékk síðasta séns...og ef ég nota hann ekki þá er það bara spenging á bakinu... sem er ekki valkostur... Vítahringurinn sem myndast bara í kringum svona mein er mikill og krefst læknirinn þess að ég sé óvinnufær í sumar til að brjóta mig úr honum... það þýðir að ég fer til sjúkraþjálfa 3x í viku... 1x í viku til geðlæknis... ég er kominnn með aðila sem tekur mataræðið mit í gegn og þegar að því kemur verður einkaþjálfinn minn... það er búið að breita öllum lyfjum hjá mér þannig að ég fæ hjálp við að sofa... stilla verkina í hóf... og hellingur af vítamínum...
En allavega er það á hreinu að það er núna eða varanleg öryrkja... og ég er of ung til þess...
Athugasemdir
Gleðilegt sumar
Sæmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 16:22
Gleðilegt sumar kæra vinkona
Eydis (IP-tala skráð) 19.4.2007 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.