Mánudagur, 9. apríl 2007
til hvers erum við hér ...??
Það er eitthvað svo mekrilegt að þegar á mig reynir og mér líður ekki vel þá hef ég einstaka þörf fyrir að setjast niður og skrifa. Hér eru skrif mín fyrir daginn í dag
Rigningin dynur á stofuglugganum og kertaljósin hreifast eins og þau séu að dansa við ósýnilegann vind
Ullasokkarnir og flíspeysan duga ekki til að halda á mér hita, hendur mínar eru kalda, en ég finn að kynnaranr eru heitar því að þegar tárin renna niður þær eru þau köld. Tónarnir flæða um herbergið en það eins sem ég heyri eru fallegur óður til ástarinnar og barns sem er umvafið ólýsanlegri ást móður.
Dagurinn hefur verið erviður, og má segja að ég hefi gefist hluta til upp núna um páskana
og er saltbragðið af tárum lífsinns minnig um að það er ekki allt sætt og fallegt. Hvað varð um fyrirheit þess fallega
þess glaða og hamingju?? Mér skilst að maður skapi sína eigin hamingju
þá er ljóst að mér hefur mistekist ærlega
fær maður ný tækifæri
eða er ég búinn að misnota mitt..?? Þreytan í hjartanu gerir það að verkum að mig langar að sofa í heila öld og vakna við koss prinsinns
en ég vit það manna best að ævintírin eru ekki sniðin fyrir mig eða ég ekki sniðin fyrir þau.
Tilfingin sem vaknar þegar dagsbyrtan flæðir inní harbergið eins og í morgun
þá voru fyrstu viðbrögð að breiða yfir haus og fá að vera í friði í myrkrinu
byrtan og dagurinn hefur í för með sér að maður þarf að sinna skildum og verkefnum sem aðrir setja upp fyrir mann
skyldur sem þröngva sér á mann með því eitt að svara símum eða opna fyrir fréttir. Bara að maður gæti tekið sér frí frá þessu öllu til að finna nákvæmlega hvað hjartað þarf
hvað sálin þarf
en skildur lífsinns gefur manni ekki tækifæri til að gefa því gaum sem við sem manneskjur, tilfingaverur og sálir þurfum til að geta staðið þá ströngu strauma sem lífið notar til að kenna okkur hver við eigum að vera
Eru það peningar sem gera okkur að þeim sem við þurfum að vera
eru það kröfur um útlit og framkomu sem gera okkur að því
innst inni tel ég ekki
en maður fær ekki að lifa án þessa
Ég hef tekið ábyrða á skuldum mínunum og skildum
en þegar ég geri eins og allir þeir vilja þá tínist ég sem tilfingaver og sál
ég tínist í verkjum því líkaminn vill ekki meira
lyfjatöku sem sljóvgar sálina
kröfu allra í kring um að maður á bara að sýna gleði og að allt sé í lagi
því að ef maður sleppir takinu og gerir það sem sálin segir að maður þarf að gera þá falla skuldir á aðra
fólk móðgast því að maður sagði þeim ekki eins og var
fólk verður í vörn við mann því að líðan manns er hættulegur spegill á líðan þeirra sjálfra
Maður bregst fleirum þegar maður fer eftir því sem sálin segir heldur en ef maður lokar það inni sem hjartað öskrar, því þá bregst maður bara einni manneskju
ekki öllum öðrum
Ég held að samfélgaið og fólkið sem þar býr þurfi að taka sig taki og líta öðruvísi á það sem lífið hefur uppá að bjóða
og hvaða kröfur við setjum á samborgara okkar ómeðvitað. Það eins sem ég vil það er að fá að lifa sem manneskja, sem tilfingavera og sem sál
sem gefandi manneskja sem vil fá frið í sál og líkama til að verða besta móðir fyrir soninn minn, elska hann óhyndrað af áhyggjum um peninga sem veita okkur hússkjól og mat í kroppinn
ef maður gæti bara lifað á móðurástinni þá væum við á grænni grein
en hann á ekki skilið að þurfa að sjá móður sina veslast upp andlega og tilfingalega útfrá hlutum sem hann hefur ekkert með að gera og skilur ekki. Hvernig hverf ég til míns innsta kjarna og verð heil aftur
án þess að fara á svartann lista í bönkunum og setja móður mína í þann pitt líka. Hvernig heldur maðu húsaskjóli og mat í pottana
Þetta eru spurnignar sem hafa elt mig á röndum í mörg ár og hefur einginn geta gefið mér svör eða hjálp
mig langar bara að fá andlegann frið til að finna það sem á að vera manneskja og sál
mig
Hver er ég
???
Athugasemdir
Hæ kæri bloggvinur. Hver ertu spyrðu? Sú Magga sem ég hef kynnst hér á blogginu er í senn hetja, góð hugsandi móðir og snillingur í því sem hún er að gera (listin, grafíkin). Ég get samt ekki sagt þér hvað þú átt að gera til að bankinn verði ekki vondur við mömmu þína af því þú gerir ekki það sem hann vill, þegar hann vill.
Ég get huggað þig við að þú ert ekki eina manneskjan sem upplifir það sem lífið leggur fyrir þig sem "ótrúlegar raunir" eitthvað sem er fyrirmunað að skilja að sé sanngjarnt að þurfa að ganga í gegnum. Það eru hinsvegar ekki allir sem gera sér svona vel grein fyrir hlutunum og þú virðist gera og vera tilbúin að tjá það svona opið fyrir bloggsamfélaginu. Þetta er styrkur þinn sem segir mér að þú sért að vinna úr þínum málum. Þá styttir í dögun, þar sem sólin kemur upp og vermir og þig langar ekkert að breyða sængina upp fyrir haus. Því hverju sem á dynur þá er það svo ótrúlegt að lífið er yndislegt.
Ljós og englar til þín
P.s. nýja myndin þín efst á síðunni er virkilega FLOTT
Hólmgeir Karlsson, 9.4.2007 kl. 23:27
Orð segja kannski fátt...en ég skil þig og sendi þér ljós.
Við búum í samfélagi þar sem sálin hefur verið útlokuð og þess vegna er svona mikil þj´naing. Af því að við erum búin að gleyma hver við erum. Svo þegar maður man það eins og þú virðist gera..finnur sálina þá vaknar maður og það getur verið erfitt. En samt tilgangur með því og spurningunum sem fylgja. Trúðu mér...eina sem maður á að vera trúr er ðamur sjálfur og sálin manns. Allt annað er blekking. Þessi alheimur sér um okkur um leið og við trúm að það sé svo. Skuldir og bankamál eru blekkingar sem við virðumst trúa sterkar á en okkar eigin sálarrödd sem er þó það eina raunverulega í þessu öllu.
Hefurðu séð myndina the Secret. Hún ústskýrir ýmislegt og gefur mikla von finnst mér.
Ljós og knús til þín.
www.thesecret.tv
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.