Fimmtudagur, 5. apríl 2007
Mín gleði...
... ég var spurð að því í tengslu við síðustu bloggfærslu hver mín innilega gleði er...
Ég er stundum í vafa um hvað það er sem er að berjast í brjósti mér... hvort það sé gleð, sorg, ást, depurð, vonsvikni eða hvað... Það eru til svo mörg lýsingarorð yfir tilfingar okkar... á einhvern hátt sé ég frekar tilfingar sem mynd í huga mér... eða lykt... eða jafnvel sem líkamlegur sársuki eða snerting...
Depurð er tildæmis eins og ógleðistilfing... magaverkur og hausverkur...
Sorg og særindi er hreinlega eins og að ég sé með ríting í hjartanu... mikill og nístandi sársauki í hjartanu.
Gleði er eins og þegar maður liggur í háu grasi á hlíjum sóardegi, með lokuð augun og lóan syngur... frelsi og ferskt...
Ást... já það er erviðara... því að þótt að ég eigi margra ára sambúð að baki... þá komst ég að því nýlega að eina manneskjan sem ég hef ELSKAÐ í lífinu er sonur minn... og móðurástin mín lýsir sér eins og hringlaga tilfing í hjartanu ... sem ringlar mig á jákvæðann hátt.. en þessi tilfing er mjög þung... og þá þannig þung að ég fæ störu og get mig hvergi hreift... og verð dreymandi ...
Það er svo skrítið að lýsa þessu svona ... en svona líður mér ...
Athugasemdir
Ósk um góða páska.
Kolla, 5.4.2007 kl. 23:11
Gleðilega páska
Eydis (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 23:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.