Miðvikudagur, 4. apríl 2007
Mér leikur forvitni á...
Já ég hef stundum velt fyrir mér hvernig fólk uppifir gleði... þá meina ég innilega gleði...
Er það þegar maður hlær og hlær og gerur ekki hætt...
Er það þegar maður horfi á barnið/börnin sín og finnur einkennilegan hringlaga tilfinu í brjósthölinu...
Er það þegar maður brosir...
Er það þegar maður situr í nátturunni, með goluna í hárið og finnur friðinn...
Er það þegar manni hlakkar til einhvers...
Er það þegar maður gerir eitthvað spontant...
Er það þegar maður sér ljósið sem maður getur gefið og þegið...
Hvað er innileg gleði í þínum huga???
Athugasemdir
Allt sem þú nefnir og meira til
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.4.2007 kl. 23:30
Ég var að kaupa íbúð og er voða ánægður með það og á eftir þá næ ég í rúmlega 2.ára frænda minn og hef hann hluta úr degi, við ætlum að fara út að keyra og kíkja á endurnar og heimsækja svo aðra litla frænku okkar, ég er voða glaður með það allt saman og hlakka til dagsins. ég verð líka voðalega glaður þegar ég get gert eitthvað gott fyrir aðra og sé mína nánustu hamingjusamt og ánægt þá verð ég mjög glaður, svo er listinn líka ágætur.
Enn hvað með þig? hvert er þitt svar?
Sæmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 07:50
Hvað er gleði Magga? Þegar meður upplifir gleði glatast tímaskynið. Maður upplifir svokallað flæði "flow". Ef þú ert kona með pælingar þá hvet ég þig til að nálgast skemmtilega bók sem heitir "Flow; The psychology of optimal experience" og er eftir höfundinn: Mihaly Csikszentmihalyi
Hana er hægt að nálgast á Amazon.com á 11 dollara.
Það sem bókinn er um eru pælingar um hversvegna og hvernig við upplifum gleði og hamingju. Besta lýsinginn á tilfinningalegu flæði er t.d ef þú hefur týnt veskinu þínu með öllu í. Fullt af peningum, öll skírteini og ég viet ekki hvað. Eftir klukkutíma leit uppgötvar þú allt í einu hvar það er. Sú tilfinning sem þú upplifir gerist á sekúndubroti og kallast flæði. Öll upplifum við þessa gleði á mismunandi hátt.
Skemmtilegar pælingar Magga!
Haraldur Haraldsson, 5.4.2007 kl. 10:31
Innilega gleði er hægt að upplifa yfir bæði stórum hlutum og smáum, lifandi og dauðum. Nokkur dæmi frá mér:
1) ég upplifði innilega gleði í gærkvöldi þegar einn "aukadrengur" sem oft kemur í heimsókn, sagði af innlifun að það væri svo gott að vera hjá okkur því ég eldaði alltaf svo góðan mat og allir væru svo glaðir
2) ég gladdist líka með sjálfum mér yfir nýja hjólinu mínu sem ég kom með heim í gær, hjólinu sem hætti að vera dauður hlutur og fékk persónutöfra um leið og ég var búinn að skíra það, he he ... en samt alvara :)
3) ég gleðst innilega þegar ég "bara er" með strákunum mínum og ég tala nú ekki um þegar þeir afreka eitthvað sem gefur þeim stolt og gleði
4) ég gleðst innilega þegar ég les eitthvað gott hjá bloggvinahópnum mínum sem er eins og eins konar "auka" fjölskylda
Svo er fátt eins gott og þegar maður lætur eitthvað gott af sér leiða, gerir eitthvað fyrir einhvern eða segir eitthvað við einhvern sem hjálpar eða styrkir.
þetta er bara endalaust en málið er að leyfa sér að gleðjast þegar hlutirnir eru, þegar augnablikið er, ekki geyma það
Bros til þín
Hólmgeir Karlsson, 5.4.2007 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.