Miðvikudagur, 4. apríl 2007
súkkulaðihátíðin...
Kæru lesendur...
Þá er árlega súkulegaðihátíðin að hefjast... og er augljóst að sumir í húsinu hér finnst best að byrja á því að detta ærlega í það og halda partý því að hér er farinn að óma innum gluggana hjá mér dúndrandi tónlist og skellandi tal... Ég leiði hugann að því að ég og Lína vinkona fórum út á lífið um síðustu helgi og mikið var ég glöð að komast heim eftir það... og átta mig á því að hér hef ég allt sem ég þar nema kannski tilvonandi maka minn.. en þann aðila finn ég ekki á skemmtistöðum bæjarinns og hvað þá í glasi...
Veðrirð svifti mig svefninum í nótt og hef ég verið á einhverju svefngalsatrippi í dag.. og komið helling í verk... Þreif eitt einbýlishús... hátt og látt... og svo hér heima líka.. en verkjalyfin hafa hjálpað mér með þetta allt saman... og ætla ég að byðja um að ég fái að sofa í nótt því að ég er dauð þreytt og bakið er búið... þannig að góður nætursvefn. Já takk..!!
Lína vinkona mín á óskir skilið í dag... því að hún var að fá frábært atvinnutækifæri og veit ég að hún er manna best til að sinna því stafi .... Knús elskú Lína.. þú ert hetjan mín og þú stendur þig yndislega vel í öllu sem er að gerast í þínu lífi núna..
Jæja... passið ykkur á súkkulaðinu... og gangið hægt um gleðinar dyr...
Athugasemdir
gleðilega páska...
Ólafur fannberg, 4.4.2007 kl. 23:18
Gleðilega páska Magga mín og vonandi hafið þið mæðginin það gott yfir páskana
Sæmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.4.2007 kl. 07:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.