hugleiðing dagsinns...

Ég sit hér og hugleyði það hvort ég eigi að vera með samviskubyt yfir því að hafa ekki verið nógu dugleg síðustu daga að vinna að lokaverkefninu mínu... En ég veit ég er ekkert eftir á miðað við tímaplanið sem var sett upp fyrir verkið... þannig að í raunninni er ég búinn að gera allt hingaðtil.. en samt hef ég lítið gert... Það hefur verið einhver einbeitingaskortur síðustu daga... Hversvegna... ?? já það er góð spuning... kannski er það útafþví að það er komið vor í loftið og gerir það að verkum að ég vildi vera úti eða á ferðinni... það kemur nefnilega alltaf upp á voruinn að mér finnst ég þurfa vera að gera eitthvað annað en það sem ég er að gera..hvað.. það veit ég ekki... en...

Svo hefur svefninn svikið mig síðustu nætur og gerir það að verkum að ég er á einhvernhátt svo tóm og hvíðinn yfir hlutum sem ég stjórna ekki... Og segir það mér nátturulega að maður má ekki missa svefninn sinn því að þá er voðinn vís...  Þetta samfélga virðist vera orðið þannig að maður má ekki stoppa við nema að fá samviskubit yfir því að vera latur... hvað varð um það að slaka á... Hvílast... Ég skal nú viðurkenna að ég væri sko til í það að fá frí í soldinn tíma.. og þá meina ég andlegt og líkamlegt frí... Ég er 33ára og ég hef í mestalagi tekið mér viku sumarfrí... því að þetta hefur vanalega alltaf snúist um að borga bönkunum það sem maður hefur lofað þeim... Það sem truflar mig núna mest er að ég þarf að eiga annað eins sumar helst með 200 tíma vinnu á mánuði... en það gleymist víst hjá samfélginu að við þurfum líka að vera frábærir foreldrar og hafa endalausann tíma fyrir  þau... Þetta kerfi virkar ekki.. hreinlega ekki.. 

HEHEEEE... ég hef nú oftar en ekki tjáð mig hér um kerfið okkar... og hvernig það virkar ekki...sérstaklega ekki fyrir þá sem vilja standa sig ...vilja taka ábyrð á lífi sínu.. o.s.f.v.  ég ætti kannski að gerast samfélasgssuga... þá þarf ég ekki að vinna get bara sofið og legið í leti.. Það er ekkert líf.. en þannig hugsun hampar kerfið...en hjálpar ekki þeim sem vilja virkilegastanda sig... og hafa sýnt að þeir eru að því... 

Ég veit að ég hef ekki verið mikið með broslegar greinar hér undanfarið... eða mikið af gleðiefni .. en við eigum líka öll rétt á því að vera hugsi... kannski er ég of hugsi.. og þyrfti að geta slakað á.. ég veit það... en eins og sagt var áður þá fær maður ekki svigrúm til að vera mannlegur eða sýna brigðugleika...

 

En í fallegu vorveðri frá Akureyri byð ég Guð um að vernda ykkur og ykkar nánustu... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ Magga, það er alveg í lagi að vera hugsi og maður má líka vera latur og finnast ekki allt vera perfect. En gleymdu samt ekki að segja við sjálfa þig að þú sért frábær og eigir allt gott skilið og þú ætlir að leyfa því að koma til þín á réttum hraða  ...  Það er svo skrítið stundum að einn daginn getur maður afkastað öllu hversu mikið sem er að gera og hversu miklar áhyggjur sem hvíla á manni, en svo koma dagar sem eru bara eins og tóm og öll verkefni stór og smá virðast ekki vilja láta ráðast á sig, en þetta er bara svona, við eigum ekki alltaf endalausa orku.

Bara smá hugmynd, sem mér finnst hrikalega góð sem ég lærði af litlu strákunum mínum. Þeir búa sér til valtré fyrir vikuna (lærðu þetta í skólanum). Á valtréð setja þeir allt sem þeir "þurfa" að gera og líka það sem þá "langar" að gera. Þeir ætla að klára allt á valtrénu sínu og valið felst í því að velja hvern dag hvað þú gerir. Ef orkan er á fullu ákveða þeir stundum að klára allan heimalærdóminn á fyrstu dögunum og eiga leiktímana sína eftir og geta safnað sér í algjöran letidag, þessvegna dag sem er bara pleyi og tölva út í eitt frá því þeir koma úr skólanum. Eða þá að þeir leifa sér að ganga á allan frelsis og leikkvótann sinn ef orkuna vantar, en eru svo endurnærðir næsta dag til að "rusla" af heimanáminu.

Þetta er svo einfalt og gaman að fylgjast með hvernig þetta gengur upp hjá þeim stundum, kvaðalaust og eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Bros og kveðja

Hólmgeir Karlsson, 28.3.2007 kl. 23:02

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þakka þér fyrir skemmtilega hugmynd.. hver veit nema að við prófum þetta hér.. og þakka þér líka fyrir falleg orð í minn garð... það er alltaf gott að heyra svona...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 28.3.2007 kl. 23:08

3 Smámynd: Kolla

Innlitunarkvitt :)

Kolla, 29.3.2007 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband