... þér skuluð ekki drygja hór... en hvað í staðinn???

Ég var að koma frá því að keyra Ragnari í leikskólann og þá heyrði ég umræðu á FM95,7 um vændi, kaldhæðni eftir komment mín hér í gær.

En í alvöru talað þá hef ég persónulega verið núna í annað sinn í þessu lífi í þeirri stöðu að sjá einga leið útúr peningamálum og ég skil MJÖG vel þær konur sem hafa séð þann kostinn vænstann að leiðsat útí vændi til að sjá fyrir sér og bönunum sínum. Samfélagið er orðið þannig, stjórn sveitafélaganna og bankakerfið að það er bara pláss fyrir þá sem eiga peninga eða þá sem alldrei hafa geta séð fyrir sér sjálfir. Allavega er það mín reynsla og hef ég heyrt fleiri sögur um álíka mál.

Er ekki umhugsunarvert þegar heilbrygðar og skírar konur sjá ekki aðra leið til að fá leyfi til að lifa í friði.  Ég persónulega hef alldrey beðið um að vera rík - ég bað ekki um það að veikjast fyrir 3 árum sem er ástæða peningavanda míns í dag. En ég ákvað á sínum tíma að standa við skuldbyndingar mínar en mér er ekki gert það kleyft miðað við það hvað það kostar að lifa í dag.   Ég er ekki ein af þeim sem skulda margar milljónir .... ég skulda 1,2 millur og telst það nú í augum banka manna einginn peningur og ég hef orðið þess vitni að fólk innan þess geira hefur hegið að mér fyrir að geta ekki borgað þetta...

Í mínu tilfelli er heldur ekki pláss fyirr einstæða móður sem tekur þá ákvörðun að fara í skóla til þess að auka möguleika möguleika mína eftir 2 ár að sjá sjálfri mér og syninum farborða í lífinu því að það er eingum heimilt innan sveitafélganna og hjálpa okkur... þannig að það er í raun verið að refsa mér fyrir að vera í skóla.

Ég er ekki að tala hér um að vændi sé góður kostur ... alls ekki...  en það sem ég á við er sjúkleiki samfélagsinns og kerfisinns hér er orðinn það mikill að þetta er stundum eini og vænlegasti kostur fólks í vissum stöðum. Helst vildi ég að þessi kostur væri ekki til yfir höfuð. Trú mín á Guð og heilagann anda, trú mín á sjálfsbjargarviðleitni mína og heilbrigt líf er það sem mælir sterkast á móti. En bankarinir fara hreint og beint frammá það að maður galdri framm x-upphæð NÚNA...  og hvernig gerir maður það??? Ekki fæ ég 30.000 á klukkustun (u.þ.b.) fyrir það að vera heiðarleg, hress, góður móðir og skynsöm...!!! Hvar er verðleiki fólksinna...??

Ég átta mig á því að kerfið er orðið það þung í vöfum og það eru margir sem nota kerfið til að hafa það enn betra en annas.... En það er þessvegan sem við hin sem viljum standa í skilum, viljum vera foreldrar barna okkar ( ekki alltaf að senda þau hingað og þangað) , við sem viljum fá að lifa og vera sátt við að vera bara til ... við þjáumst...

Með von í hjarta um að fá frið til að lifa og vera móðir...

Margrét


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband