Allt að gerast...

Já... það  má segja að það sé ALLT að grast hjá mér þessa dagana...  Kannski er ég að detta inn annað tímabil þar sem ég sekk mér í vinnu og verkefni  og næ ekki að sinna öðru sem skiptir máli.. en hver veit nema að minn tími sé kannsi að renna upp... LoL

Skólinn gengur vel og í rauninni vonum framar miðað við hvernig mér líður þar... en ég er búinn að fá magnaðann styrk í því að laga það... og hjálpa mér að láta ekki neikvæðni annara útí fáránlegustu hluti ræna mig  orkunni minni...  Núna fer að líða að lokaverkefninu hjá okkur ... sem hefst á mánudainn og er ég orðinn mjög spennt að sjá hvað það verður...  Ég fékk grænt ljós á ritgerðasrefni fyrir lokaritgerðina á næsta ári í dag... ég er að fara í hellins rannsóknar vinnu í sumar og þessvegna er gott að hafa tímann fyrir sér...

Annas er ég búinn að stofna samvinnu hóp og erum við 4 hönnuðir sem erum að fara að gera mikið af skemmtilegum hlutum... við erum allar menntaðar á misjöfnum sviðum hönnunar og ætlum okkur stóra hluti... og erum nú þegar með helling í býgerð... fatnað, töskur, interior hluti og allt uppí heilu heimilin...  Þannig að það verður gaman að sjá hvar við endum...

Svo var ég LOKSINNS að klára að hanna lógóið fyrir mína eigin hönnun ( ég er bara að fatta að ég gleymdi að taka það með heim svo ég set það hér inn seinna..) en ég þarf að fá álit ykkar áður en ég stofna fyritækið.... Grin

Ég var í gær lika beðin um að kenna valgrein fyrir 10.bekki hér á Akureyri næsta vetur... þá á ég að kenna á Photoshop... hehehe... já ... allt að gerast.. og mjög spennandi... 

heheheee.. svo er það sumarvinnan... ég get lítið sagt um það núna... en ég var beðinn um að taka Öngulstaði að mér í haust á meðann Hrefna og fjölskylda fara út.. og geri ég það með glöðu geði að gerast Hótelstýra í u.m.þ.b. mánuð... en hvað ég geri nákvæmlega í sumar kemur vonadi í ljós í næstu viku því ég er að bíða eftir svörum... en sannið til það kemur á óvart hvað ég vil helst gera.. hehehehee.. og hvað ég ÆTLA mér að fá að gera...

Svo er ég að uppgötva merkilega hluti í sunnudagshópnum mínum hjá Sálarransókn hér á Ak. ... ég er miklu öflugri en ég hélt og núna er ég kominn með vitneskju sem gerir það að verkum að ég varð bara betri... hehehe.. þá er vissara að fara að passa sig.. heheheheheheeeee... því ég veit meira en margur... hehehehheeee...... ég segi bara svona... 

Jæja en elsku vinir... þið sem mér þykir svo óendanlega vænt um og færi heiminn á enda fyrir ...

og svo þið hin sem dettið hér inn til að snuðra... eða skoða ....

Drottinn blessi ykkur og hjálpi ykkur að verða betri í dag en í gær... Smile

KNÚS OG KOSSAR.... úr þorpinu á Ak.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frábært að heira Gangi þér bara rosalega vel með þetta allt saman og mig hlakkar til að sjá logoið sem þú ert búin að hanna..spennó.. Gangi þér bara svakalega vel með þetta allt saman...

Kvitt og knús frá Norge 

Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband