Laugardagur, 10. mars 2007
Ef ég dey í nótt...
Það er komið að háttatíma, erviðasta tíma hvers dags. Hún fær hroll og mikinn hvíðahnút í magann þegar hún sér myrkrið falla yfir himininn. Hvað býr í myrkri þessarar nætur?? Litlu hendurnar verða kaldar en svitna samt og með hikandi handtökum fer hún út heimasaumuðum fötunum sem henni þótti svo vænt um því móðir hannar hafði saumað þau með ást og umhyggju en samt fylgdi þeim þjáning því að í skólanum var henni strítt á þeim. Það var betra að flíta sér að busta og þvo, því gólfið var kalt og líðanin ekki góð, því ef hlutirnir gengu ekki eins og hann vildi þá var voðnn vís.
Hún trítlaði á köldu steingólfinu inn í herbergi móður sinnar og skreið uppí fang hennar og kúrði sig í hálsakot hennar og dró djúft að sér andann því lyktin af henni var það besta sem hún vissi. Þarna var hún á þessum örugga stað í örstutta stund og vildi ekki sleppa því að hver vissi nema að þetta yrði í síðasta sinn sem hún fengi að vera örugg. Tregafulum skrafum gekk hún í áttina að herberginu sínu og skreið undir sæng hún var köld og litlu tærnar voru kalda og litli líkaminn skalf og tennurnar vildu glamra en það ver vissara að liggja alveg kjurr
Ljósið frá ganginum tróð sér inn um rifuna sem var á herbergishurðinni og skall á skápnu við rúmmið og við það myndaðis skuggi við rúmmið þessi skuggi var það öruggasta sem hún vissi svona á nóttunni. Hægt og rólega eingin hljóð dró hún sig saman í kipring svo að hún passaði í skuggan þá fannst henni eins og einginn frammi gæti séð hana þarna köld og í hnipri byrjaði hún að hugsa ef ég dey í nótt þá kem ég alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey, alldrey . aftur
Látum bönunum okkar alldrey líða svona...
Guð geymi ykkur.
Athugasemdir
átakanlegt og sammála, blessi þig kv
Sæmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 08:30
Sorry, en ég er bara ekki alveg að fatta þessa sögu ... ?
Stefán
Stefán (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 10:07
Áhrifamikil og átakanleg saga. Heimur þanarinnar er stundum svo svartur.
Ragnar Bjarnason, 14.3.2007 kl. 12:41
Það er ekkert að vera sorry yfir Stefán... þessi saga er heldur ekki allra að skilja... en þeir sem hafa kannski upplifað ofbeldi á einn eða annan hátt í lífun geta skilið það sem ekki er sagt með beinum orðum hér... En takk samt fyrir innlitið
Margrét Ingibjörg Lindquist, 14.3.2007 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.