Guð leyfðu mér að fyrirgefa...

Góðann daginn kæra fólk…


Já, nú fer að líða að helginni… hjá mér er pabbahelgi og hef ég í huga að eyða henni alfarið fyrir mig með einni undantekningu þá verð ég að vinna annaðkvöld á Öngunlstöðum eins og síðasta sumar. Það verður gaman að komast í elshúsið aftur þar… vonandi fæ ég að sjá um einhvern góðann mat… heheheee… það er alltaf til svo mikið af góðum mat í eldhúsinu þarna… það eru einhver álög á því… heheheheeee … ef álög skildi kalla… En annas hef ég hug á því að sofa og reyna að dekra eins mikið við sjálfa mig og ég get um helgina… mig langar að liggja í heitapottinu, fara í ljós og hitta vini mína í rólegheitum.  

Annas er ég að bíða eftir því að heilbrygðiskerfið brjóti odd af oflæti sínu og boði mig í skoðum á tvem deildum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak… það er svo merkilegt hvernig þetta heilbrygðiskerfi virkar… ég er búinn að bíða í rúma 3 mánuð á öðrum staðnum sem mér finnst svífirðislega langur tími… sérstaklega vegna þess að þessi læknir ræður hvað ég má og má ekki næstu misserin… En… það er um að gera að reyna að bros og halda bara áfram með lífið innan þeirra marka sem manni hafa verið settar.

Skólinn er að ganga vel… allavega svo ég viti… þá lítur útfyrir að ég sé að halda meðaleinkuninni minni frá því fyrir áramót… og var það markmiðið.

Það sem tekur mestann tímann minn og hefur gert síðustu vikur það er að komast yfir það að leifa óþroskuðum aðilum í mínu lífi að nýsta inn að beini og ná að rugga bátnum mínum þannig að ég verð óvinnufær. Andlega vinnan mín fyrir nokkru olli því að varnarkerfið mitt varð mun viðkvæmara og gerir það að verkum að ég tek allskonar skít og leiðindi inná mig. Ekki bætti úr skák að sá aðili sem hefur eyðilagt mest í mínu lífi fór að troða sé inní mitt líf aftur … en það var ekki lengi því að ég hleipi ekki skrímskum inní mitt líf lengur… en það tekur soldinn tíma að ná jafnvæginu aftur. (  já eg veit að ég tala undir rós eða í myndlýkingum en … þannig verður það að vera hér á alvefnum).

En ég byð Guð um að hjálpa því fólki sem á það bátt að það þurfi að traðka á öðrum til að upphefja sjálfann sig. Ég byð hann líka um að veita þeim sem hafa brotið á örðum vegna veikleyka þeirra lækningar og skilnings. Ég byð Guð einnig um að hjálpa mér að fyrirgefa þeim sem hafa brotið á mér í lífinu því án fyrirgefningar getur maður ekki haldið áfram… og svo byð ég hann um að vernda ykkur öll sem mér þykir vænt um og elska…

KNÚS OG KOSSAR…


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolla

Helgin þín hljómar vel. Leiðinlegt að heyra um biðina á sjúkrahúsinu, vona að þú fáir alt það sem þú þarft á að halda mjög fljótlega.

Klem og knús

kolla 

Kolla, 8.3.2007 kl. 20:42

2 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Það er svo mikið milli línanna í blogginu þínu kæri bloggvinur. Gleymdu ekki að biðja um vernd fyrir sjálfa þig, þannig að ekki sé gengið á orkuna þína. "Þú ert allt of góð" það er málið (hefur það ekki einhverntíma verið sagt við þig áður). Þú mátt ekki láta tæta þig niður. Þú átt allt gott skilið og þú veist það (punktur)
Sendi þér hlýjar kveðjur  og bið englana að "stoppa upp í litlu götin á árunni þinni"

Hólmgeir Karlsson, 8.3.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Þakka ykkur fyrir...

Hólmgeir... mér finnst eins og ég eigi að  þekkja þig... þú talar (skrifar) eins og ég myndi skrifa sjálf. Það er svo notalegt... Það hljómar líka þannig að við séum á sama leveli með andlegu málefnin og Guð... það er svo gott að tengjst fólki sem skilur mann í því... þótt ég hafi lítið talað um mínar upplifanir í þeim málum hér ... Kannski ég ætti að skrifa eina grein um það .... heheheee.. hver veit... því það eru hrein kraftaverk sem hafa  gerst í kringum mig ... 

En að lokum... Þakki ykkur kærlega fyrir falleg orð og hlíjar hugsanir... það eru þær sem gera tilveruna svo fallega... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 8.3.2007 kl. 22:51

4 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Hæ elsku bloggvinur, get tekið undir orð þín. Skrif þín eru mér alltaf kunnuleg og þægileg vitneskja þess að maður er aldrei einn með kærleikstrúna á lífið og að það sé alltaf einhver þarna úti sem skilur það sem maður hugsar eða skrifar, eða lætur jafnvel ósagt. Ég gæti líka bloggað frá mér allt vit og tíma ef ég tæki uppá því að fara að blogga af alvöru um andleg mál og það sem lífið hefur fært mér af gleði og sorgum, en umfram allt hlutum sem gera mig að því sem ég er í dag, atburðum sem gefa mér kærleika og þá lífsfyllingu sem ég upplifi jafnvel á stundum þegar allt virðist ganga á afturfótunum, álag, ástleysi, vinarmissir, mótlæti eða bara ofgnótt af örlæti annarra sem mig vanhagar ekki um þá stundina.

Já það er gott að tengjast fólki sem skilur mann. Lifðu heil

Hólmgeir Karlsson, 10.3.2007 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband