Hér er ró og hér er friður... Hér er gott að setjast niður...

Góða kvöldið kæru vinir og vandamenn....

Já ég veit að það er búið að líða langur tími síðann ég bloggaði síðast og er það eingöngu því að ég er svo eigingjörn á tímann minn... hehehee.. segjum það þannig að sá tími sem hefur verið aflögu síðustu viku hefur eingöngu farið í það að næra mig og sofa...

Það er búið að vara mikið á döfunni síðustu daga... Skólinn er náttúrulega á fullu og við erum að læra grafík núna.. tréristu... rosalega gaman og minnir mig á hantökin sem ég lærði í Textílhönnunnnni á sínum tíma... Þetta er rosalega gaman. Einnig er búið að vera mikil vinna í því að hjálpa dúllunum mínum í málaradeildinni með tölvu vinnu sem maður getu ekki farið frammá við þær að þær geti ... hehehehee... enda svosem gott að geta hjálpað þeim en í rauninni er óréttlátt að fara framm á að þær geti þetta án hjálpar... því nemendur á fagurlistadeild hafa litla sem einga kunnáttu á tölvurnar hvað þá forritin... en auðvitað hjálpa ég þeim ... þessum elskum...Heart þær eru mér svo mikill stuðningur á öðrum sviðum... 

Ég og tvær aðrar brussur tókum okkur svo til að skipuleggja BINGÓ til fjáröflunar fyrir menningarferð Myndlistaskólanns suður sem á að vera um næstu helgi (og nota bene ég og ein önnur af brussunu getum ekki farið í þessi fræknu ferð)... það er búið að vera mikið verk að ná öllum endum saman í þeim málum og þurfa í rauninni að sjá til þess að hver manneskja í skólanum hafi eitthvað hlutverk svo að  þetta sé samvinna... og skal það viðurkennast að þetta er búið að vera slatti mikið mál... en BINGÓIÐ er á morgun sunnudag... 18. feb. í Sjallanum á Akureyri  og andvirið vinninganna er um 300.000-400.000,- og þá eru ekki talin verk nemenda sem eru 18 stykki ... þannig að það eru verk frá nemendum í nær öllum vinningum...

Svo er það opinberlegt að tillögur mínar að nýjum miða á páskabjór Víkings voru ekki valda... og skilst mér að það komi fleirum en mér á óvart.. en svona er markaðurinn og við fáum því ekki ráðið... En það var augljóst að mér voru ætlaðir stærri og meiri hlutir en bjórmiði því að ég fékk 2 frábær tilboð uppí hendurnar bara 3 dögum eftir úrskurð Víkings.. og er það vitað að þessi verkefni sem eru frammundar koma til með að gefa mér 100sinnum meira en að hafa hannað bjórmiða... hehhee... en ég ætla ekki að segja ykkur alveg strax frá þessum tilboðum en strax og þetta kemur allt á hreint þá lær ég vita...  þetta skýrist allt með hækkandi sól... Grin

Það hefur líka vottað fyrir togstreiu í umhverfi mínu sem ég á ekki að venjast, sú togstreita virðiðist byggjast mikið til á því að fólk sem er í kringum mig er á öðru þroska stigi en ég ... sem er svosem skiljanlegt að það valdi árekstrum en það er óþarfi fyrir aðila að setjast svo niður og bakatala mig fyrir vikið... það er nokkuð sem ég á mjög ervitt með að þola í fari fólks... og því miður kostar það að ég þarf að enduskoða hvernig ég haga mér ... því ég þarf hreinlega ekki á þannig fólki að halda. Ég hef laggt mig fram við að koma hreint fram og þeir sem koma hreint fram við mig uppskera líka ómælda virðingu og óendalega velvild og hjálp, á meðann þeir sem traðka á öðrum til að upphefja sjálfann sig eiga ekki skilið virðingu mína.  

Jæja kæru vinir... nú er ég búinn að segja mína skoðun á lífinu þessa dagana og hef í huga að gerast eigingjörn og skríða uppí rúmm og hvíla mig. ...

Guð verni ykkur kæru vinir... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ætla nú bara að kvitta í þetta skiptið

Gunnar Helgi Eysteinsson, 18.2.2007 kl. 21:48

2 Smámynd: Ólafur fannberg

bollukvitt

Ólafur fannberg, 19.2.2007 kl. 16:09

3 identicon

hæ hæ! alltaf gott og gaman að lesa bloggið þitt, gangi þér vel með öll verkefnin og farðu vel með þig vinkona,

kv. Dísin í borginni

Eydis Eyþórdóttir (IP-tala skráð) 19.2.2007 kl. 20:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband