Sunnudagur, 11. febrúar 2007
Sunnudagskvöld...
Í bjarmanum frá kertaljósinu sit ég hér og ákveð að skrifa inn línu til alheimsinns... Í brjósti mér er mikli ró og friður eftir að hafa setið í mínum góða hóp núna í kvöld, ljósið sem fylgir fólkinu mínu þar er svo mikið og nærandi, einnig er svo gott að geta gefið af sér því þar er tekið við með svo mikilli alúð og væntumþykju.
ég þreif hér all hát og látt í dag og þá líður mér vel .. mér líður eins og ég hafi þrifið í burtu erviðleika og þyngsli... Það er eitthvað með það í mínum huga að byja nýja viku með þvi að allt sé hreint og fínt hjá mér þá finnst mér allit vegir færir... Ég kreyki á kertum og nýt þess að vera í mínu verndaða umhverfi... Þótt að allir sem mér þykir vænt um eru ávallt velkomnir á mitt heimili dag sem nótt þá er eitthvað svo heilagt við það að njóta þess að koma úr baði og skríða undir teppi eða sængina og allt er tandur hreint...
Nú er ég búinn að ná tilfingunum mínum sama aftur og þá get ég haldið minni beinu stefnu aftur áfram...hehehee.. ég hlít að hjóma eins og eitthvað kúkú... en svona er ég.. ég tek einn dag í það að vera döpur og hleypa tilfingunum að en þá er það líka búið í bili.. mér tekst á einhvern hátt að hreinsa mig út.. og þá heldur brosið áfram og lífið með því... En einmitt útaf síðustu færslu þá fæ ég vanalega nokkrar símhringingar því að fólkið mitt hefur auðvitað áhyggjur af mér útar minni forsögu.. já ég er manneskja sem hef þjáðs að þungbæru og miklu þunglyndi áður... en hef náð að finna mína leið útí lífið aftur og laus við allt sem þessum sjúkdómi fylgdi... en maður ber þetta alltaf með sér og það þýðir að maður verður að kynnast sjálfum sér og taka til hjá sér og finna svo sína eigin leið til að takast á við lífið ... mín leið er orðinn þannig að hleypa tilfingunum svona að þega þær bera að dyrum ... leifa gusunni að koma og vera ekkert feimin við það... Ef ég geri það þá eru líka eingar leyfa eftir sem ráðast á mann aftanfrá... klára málin og halda svo áfram... Einn dag í einu... og vinna sálarlegu vinnuna hvern dag í einu...
Jæja þá er heimspekitíminn minn búinn í bili...
Ég vona að þið hafið það öll sem allra best og meigi Guð lýsa ykkur veginn...
Athugasemdir
Hreyfst af að lesa hugvekjuna þína kæri bloggvinur. Lýsir bara hvað þú ert vel gefin og hlý persóna. Lífið er svo skrítið að það leggur endalaust fyrir mann verkefni og þrautir að takast á við, þekki það sjálfur. En einhvern veginn er það svo að við hverja þraut og hverja skrámu hvort heldur það er á sál eða líkama og ég tala nú ekki um þegar hjartað fær stórt sár þá kemur maður alltaf útúr sortanum um síðir, sterkari, sáttari og betri en maður var. Lífið er mikill lærdómur að takast á við. Eitt má maður aldrei gefa frá sér og það er draumurinn um gott framhald, því um leið og maður sleppir honum eða hættir að trúa þá er maður ósjálfrátt að senda skilaboð til "alheimsviskunnar" um að maður sætti sig við minna. Öflugasta vopn heimsins er kærleikur og góðar hugsanir í garð sjálfs sín og annarra (bara sind hve fáir nota það eingöngu). Bregði maður frá því þá tefur maður bara fyrir hamingjuhjólinu sem er alltaf tilbúið að rúlla áfram. Margir kunna að segja að maður eigi að beita öðrum ráðum eins og reyði, afbrýði eða skömmum, en það gerir ekkert gott því það situr hvergi eftir nema í huga manns sjálfs og tefur fyrir því góða. Bið Guðs engla að vera með þér kæri bloggvinur því ég held þú hafir margsinnis unnið til þess:)
Hólmgeir Karlsson, 11.2.2007 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.