Föstudagur, 9. febrúar 2007
Þá er helgin kominn.. aftur..
Góðann daginn kæra fólk...
Þá er þessi vika búinn og hegin að hefjast... alltaf gott að fá smá frí... Ekki það að ég verði í miklu fríi... ég er að að fara á morgunn á námskeið að læra að græða peninga.. hehehee... eða það á að kenna mér að fara með þá.. svo ég eigi fyrir reikningunum... og að lifa auðvitað... hehehee... En ég er að fara á námskeið til Ingólfs.. þannig að ég hef mikla trú á þessu að hann geti kennt mér eitthvað nytsamlegt ...
Síðustu dagar eru búnir að vera smá erviðir tilfingalega hjá mér... Hafið þið þekkt aðila sem þið hafið deilt öllu sem lífið hefur uppá að bjóða með?? hafið þið elskað aðila það mikið að þið væruð til í að gera allt fyrir hann..?? Hafið þið upplifað það að þessar tilfingar séu ekki endurgoldnar...?? Hvernig getur maður hætt að elska aðila sem hefur í 3 ár verið manni allt... andlega og líkamlega ... Hvernig getur maður hætt að elska?? Mér tekst flesta daga að loka á þessa tilfingu... en svo fær maður eitt símtal.. og þá er múrinn hruninn... stundum lifir maður af símtalið þangað til maður fer suður og hittir manninn... Því við heyrumst og hittumst mikið... við erum bestu vinir... ég elska hann en hann elskar mig ekki.. Jájá... kalla bann og allt það.. þetta eru bara tilfingar sem hafa verið að bulla í mér síðustu daga því að ég hef þurft að eiga soldil samskipti við hann síðustu daga... sem endaði með því að ég lagðist í rúmmið mitt snemma í gær og grét sem barn með táraflóði og ekka...... því ég virðist ekki geta fundið neina leið til að losna við þetta... Getið þið bennt mér á eitthvað..??
Guð geymi ykkur ...
Athugasemdir
Magga mín kær ég myndi segja þér það ef ég vissi hvað ég ætti að ráðleggja þér, enn ég hef fylgst með þér til hliðar undanfarin ár og mér finnst þú alltaf verða sterkari og kraftmeiri sem á líður og því efast ég ekki um að þú klífir þennan múr eins og aðra múra sem þú hefur klifið og í raun þá hef ég fylgst með þér af aðdáun á öllum þeim sigrum sem þú hefur náð þú ert alveg frábær móðir, listamaður og manneskja, því segi ég bara haltu áfram á sömu braut og guð veri með þér og þínum um alla framtíð. Kv Sæmi
Sæmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 9.2.2007 kl. 20:27
æææiii... elsku Sæmi minn... þú ert náttúrulega BARA pela.... og eins og ég sagði þá þá lifi ég flesta daga og mánuði án þess að finna fyrir þessu.. en svo hrinur þetta enn yfir mig.. Það geta liðið mánuðir á milli ...en á einhvern hátt ber ég alltaf þessar tilfingar... En ég hef líka trú á því að mér takist þetta eitt skref í einu .... Ég skirfaði þetta bara núna því að það þyrmdi svona hrillilega yfir mig í gær.... En takk takk elsku perlan mín orð þín eru mér mikils virði...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 9.2.2007 kl. 20:44
kvitt
Ólafur fannberg, 11.2.2007 kl. 10:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.