Sunnudagur, 24. júlí 2011
Fáfræði mitt...
Kæru vinir og vandamenn... !!
í þessu bloggi er ég hugsi um hversu fáfróð ég viriðs vera um það sem er að gerast í heiminum. Ég hef ferðast víða þekkt mikið af fólki fá hynum ýmsu þjóðernum og löndum, ég hef alltaf talið mig víðsýna og algerlega lausa við fordóma sem og fundist ég bera virðingu fyrir skoðun annara... Ég tel þetta enn í dag en samt finnst mér ég vera fá fróð og jafnvel soldið naív í hugsun... Ég stóð frammi fyrir þeirri reynslu fyrir nokkru að ráða ungan einstakling í tímabundna vinnu og við tóku 2 einstaklinga í viðtöl og voru þeir báðir af erlendu bergi brotnir og frá menningu sem ég þekki ekki meira til en úr fréttum. Þegar farið var að ræða vinnutíma og framkvæmd vinnunar kemur uppúr kafinu að vegna trúarlegra ástæðna gat annar aðilinn ekki unnið á laugardögum og svona smáatrið sem eru svo sjálfsagt að bera virðingu fyrir en ég hafði bara ekki einustu hugmynd um... ég sat eftir full af vilja að bera virðingu fyrir trú og daglegu lífi þessara einstaklinga en vanhæf því ég viss ekkert um hvað er í lagi og hvað ekki...
Svo núna eftir árásirnar í Noregi þá finnst mér ég koma af fjöllum þegar ég les og heyri um þau áhrif sem leiddu til þessa voðaverka. Ég reyna að lesa mig til um allar þessar stefnur og þessar heimspeki hugsanir sem liggja að baki sem virðist vera... Mig langar að skilja heiminn betur, þær mismunandi leiðir sem fólk velur til að ná lífshamingju (ef má kalla það það) mig langar er geta mindað mér skoðanir en veit ekkert um málið til þess. Það eina sem ég get hugsað hvað hefur ferið úrskeiðis hjá einstaklingi sem þeim sem olli þessum harmleik í Noregi?? hvar fór þessi annas fjallmyndalegi maður útaf brautinn?? hvernig getur svona gerst?? Það eru eins harmleikir að gerast allstaðar í heiminum dag hvern þótt þeir séú bara í minni stærðargráðu... eitt líf sem tapast í heimilisofbeldi eða vegna reiði eða öfundar er ekki síðus harmleikur ... er rótin sú sama...?? það er bara spurning hveru margir er svo óheppnir að fera á þeim stað á þeim tíma..??
Á maður bara að lifa í fáfræði sinni eða á maður að gefa sér tíma og stað til að læra betur um þessi málefi þá í gegnum mannfræði, heimspeki, sálfræði, sögu og trúarfræði... það freistar mín en ég veit að í mínu perónulega lífa verður þessi lærdómur að bíða... en ég á einhvern hátt á ervitt með að láta þessa hugsun vera... ég get ekki lengur slökkt á tvinu eða tölvunni og sagt þetta kemur mér ekki við ... þetta er ekki hér á landi ... ég er heppin að vera ekki í svona samfélagi... útaf því að þetta kemur mér við og barninu mínu sem er að alast upp, álíka harmleikir gerast líka hér á landi (kannski ekki þessar stærðargráðu ) og ég á heima í samfélagi sem er álíka og samfélagið í Noregi t.d.. Þannig hvar liggja mörg okkar, hina venjulegu leikmanna í svona málum?? ber manni ekki viss skilda til að hafa einhverja haldbæra vitnesku og skoðanir í svona málum... ekki bara dóma vegna tilfinniga heldur vitneskju út frá einmitt sögunni, mannfræðinni, heimspeki, sálfræðinni og trúarbrögðum... getum við lifað í fjölþóða samfélagi ekki með vissa þekkingu... Ég sagði alltaf ... ef ég vil búa í landi sem er með x túngumál, vinna þar og lifa þá finnst mér eðlilegt að ég leggi mig farm við að tala tungumáli þess lands... og þessa skoðun hef ég haft varðandi þá sem vilja búa og lifa á íslandi.. OKey... mér finnst þessi skoðum bara ekki duga mér leingur... ég veit ekki af hverju eða hvers vegna þetta bankar uppá hjá mér núna, kannski er þetta hluti af því að þroskast og vera fullorðin... það er þá óskandi að ég geti leitað mér þeirra svara sem hafa vaknað og skilið þessar áhyggur mína betur...
Kv... Margrét
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.