finnst eins og ég sé að hangsa...

Ég tók þá ákvörðun að segja mig frá ýmsum verkefnum vegna veikinda minna... það þýðir að ég er hér heima og finnst ég vera að hangsa en finn ekki orku til að gera það sem ég á í rauninni að vera að gera... þrífa, pakka, klára skrif, baka fyrir afmæli og allt sem þarf að gera á meðal heimili. þetta er líklega fyrsti dagurinn sem ég er ágæt í langan tíma og ég get ekki gefið sjálfri mér augnablik í pásu... ég byrja að traðka á sjálfri mér fyrir að gera ekki hitt og þetta.... mig langar að vita afhverju ég læt svona því í ósköpunum get ég ekki leyft mér að vera í smá fríi... því... ?!?!

Reyndar þá fer illa í mig þetta leiðindarveður ... maður fær ekki sólina og hlíjuna... ég verð þunglynd á því að þurfa að kveikja ljósinu hér heima eins og á hausti... mig langar svo upp á fjall að tína jurtir... hef ekki getað það vegna kulda og roks, rigningu og kulda... Maður finnur það svo vel eftir kaldan vetur hvað líkaminn og andlega heilsan þráir sól og sumar... Ég verð samt að trúa því að þetta fari nú að koma... ég þarf að ákveða hvað ég ætla að leggja áherslu í jurtatínsluni... 

Núna er málið að baka og taka til fyrir 10 ára afmæli sem er á  sunnudaginn... það eru samt erviðar tilfinngar sem fylgja því ... það hefur alltaf verið ervitt því að fólk er auðveitað í fríum og á ferðinni... þannig að það eru svo fáir koma og mér finnst það alltfa svo ervitt fyrir hetjuna mína.. ég vildi svo að allir í hans fjölskyldu væri hér svo þetta gætu verið stór veisla fyrir hann því að hann á ekkert annað skilið en að hans veisla verði æði og fullt af fólki að heiðra hann... þessa elsku...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband