Laugardagur, 25. júní 2011
... sorgin og einmannaleiki...
Ég er kona á besta aldri sem á allt sem ég þarf veraldlega ( nema heilsu eins og er ) ... ég búin að ala upp 10 ára langveikan dreng sem er núna með alvalega heyrnarskerðingu, ofurgreindur ADHD hetja... ég tel mig góðan vin og ég sinni fjölskyldu minni eins vel og ég mögulega get... en það er alltaf eitt sem vantar í líf mitt núna ... það er lífsförunautur... ást sem aðeins maki getur veitt manni ... Það grípur mig stundum mikill einmannaleiti og þrá í að hafa einhvern sem sem tekur utan um mig og segir "ég er hér með þér" eða "ég elska þig samt"... ææiii þið skiljið... Ég hef ekki verið við karlmann kennd síðustu 6 árin því tíma mínum hefur verið varið í annað eins og veikindi sonarinns og móður.. EN þegar ég veikist sjálf og verð bjargalaus þá vantar þetta element í líf mitt og ég finn fyrir mikilli sorg... Sorg sem er ervið og sár... en svo eðlileg í alla stað og kannski þessvegna hef ég staðið þessar stundir, því ég veit að þetta er eðliliegt og svo líður dagurinn og ég hætti að hugsa um þetta...
Akkúrat núna er svona stund þar sem ég þarf enn og aftur að taka stóra og mikla ákvörðun sem snýr að mér eða einhverjum sem ég elska ... og þá vantar mig að finna að ég sé vernduð eins og ég veiti þeim sem eru í kringum mig. Maður getur ekki alltaf verið stoðin og verndin... það þurfa allir að finna að maður sé verndaður og elskaður ... Ég veit að sonurinn og móðir elska mig skylirðistlaust og óendanlega ... en það er ekki sama tegund af ást sem ég syrgi þessa stundina... Ég hugsa til allra þeirra fallegu og góðu para sem ég umgengs á hverjum degi, fólk sem stendur eins og klettur með hvort öðru í gegnum súrt og sætt... ég vil ekki meina að ég öfundi þau en ég syrgi að hafa þetta ekki og í raun er það nú staða málsinns að ég hef alldrey upplifað þetta í þeim samböndum sem ég hef átt og kannski þessvegna ekki gefið mér hálfa mínútu í það... en auðvitað á maður ekki að vera að vorkenna sér vegna þessa máls... og ég vil meina að ég sé ekki að því heldur að reyna að koma tilfinningu í orð svo ég komi sjálfri mér í gegnum þá sorg og einmannaleika sem ég upplifi þessa stundina og kemur líklega til með að líða hjá í dag... ef ég þekki sjálfan mig eða ferlinu rétt...
það hefur alltaf reynst mér vel að skrifa mig fá þeim erviðleikum sem ég hef lifað og það er líklega það sama með þessar tilfinngar í dag...
Takk fyrir mig í bili... Margrét
Athugasemdir
Kæra Margrét. Mikið óskaplega skil ég þig vel. Höfnun samfélagsins á sjúkdóms-vandanum ADHD, er um það bil óyfirstíganlegur þröskuldur.
Þetta stríð við samfélagið og kerfið er ekki auðvelt, en við sigrumst á erfiðleikunum að lokum.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.6.2011 kl. 20:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.