Vitneskjan alltaf viss lausn eða frelskun...

Það verður að viðurkennast að vitneskjan er alltaf betri en að vera í óvissunni... Ég fór til sérfræðingsinns míns í gær, niðurstaðan er sú að nýrun og nýrnahetturnar mínar eru hættar að virka eðlilega útaf sterunum sem ég hef þurft að taka síðustu mánuðina... og staðan er þá orðin þannig að nú eru lyfin farin að eyðileggja útrá sér þannig að núna hefst undirbúningvinnan fyrir stóma aðgerð... það er ekkert gert á hlaupum eða í flíti... en ég þarf að vera sátt við þá ákvörðun og til þess þarf ég að fá fræðslu og skilning á því hvað stóma er.. Ég veit að all flestir sem hafa farið þessa leið eru sáttir og segja hafa fengið nýtt líf... enda er mitt líf eins og það hefur verið síðustu 10 mánuði ekkert líf...  EN ég skal viðurkenna að ég er ekki alveg sátt við þessa niðurstöðu ennþá og ég þarf að skoða á netinu, lesa og ræða þetta við fólk meira til að taka þessa ákvörðun og vera sátt...

Ég var sett aftur á sterana ( sem nóga bena eru eiðileggjandi) en mér líður betur en er mjög máttfarin en ógleðin og uppköstin sem ég var búin að vera með í 7 -8 dag er horfin og ég farin að geta borðað smávegis og byggja upp orkuna aftur. Þessu fylgi gríðalega hratt þyngdartap og fóru ca. 6 kíló á þessum tíma nærri kíló á dag... ég ver reyndar með mikinn bjúg útaf sterunum en þetta er samt mikið á svona stuttum tíma.. þótt ég sé alltaf sátt við þyngdartap... en illa við það á þennan hátt ... 

Jæja... ég skrapp á Opið hús hjá frábæru handverksfólki í dag og kláraði það litla úthald sem ég hef þannig að núna ætla ég að leggja mig augnablik... Njótið helgarinnar...

Kveðja Margrét


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband