Colitis Ulcerosa tekur völdin á líkamanum....

Já kl. er um 4 að nóttu og ég ligg hér andvaka og kvíðinn því að vera að fara til meltingasérfæingsinns míns í fyrramálið. Þetta eru samt blennar tilfinningar því að ég veit að í svona heimsóknum felast vissar lausnir... en ég er líka búin að vera fárveik í meira en viku núna með blóð í hægðum, niðurgang, uppköst, óendanlega mikil ógleði og hausverkir... Fyrst hélt ég að þetta væri migreni en það getur ekki verið því það eru of mörg einkenni Colitis Ulcerosa... og núna er ég í kvíðakasti yfir því að það séu kannski ekki fleiri leiðir fyrir mig og að næsta skref sé Stómi, sem ég veit að er alls ekki dauðadómur ... en ég hef ekki fengið mikinn tíma til að reyna allt.. allra síst þegar maður veikist svona harkalega...

ææii ég á ekki að vera að kvarta, ég þrái bara svo heitt að vera með fullfrískan ristil eins og maður tók þessu sem sjálfsögðum hlut hér áðaurfyrr... maður þurfti ekkert að hugsa um hvert maturin færi eða hvað gerðist eftir að maður borðar... Þetta er ekki  sjálfsagt mál... alls ekki...

jæja það þíðir lítið að sitja hér og blogga .... svefninn er dýrmætur í þessu verkefni mínu og því ætla ég að reyna að finna slökkvaran á hausnum á mér og svo líkamanum... 

Kv. M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband