Leita að öllum ráðu sem gætu hjálpað mér..

Ég var svo  glöð á fimmtudaginn þegar ég sá í lyfjaboxinu mínu að sterakúrnum var lokið... þá eru 2x 12 vikur búnar á þessum viðbjóði. Ég hlakka svo til að hreinsa þetta alveg útúr sýsteminu og fara að biggja upp líkaman. En það verður víst ekki alveg í dag því í gær vaknaði í upp með 38,5 C° og ógleði... ég vona að mér hafi tekist að ná mér í einhvern flensu skít freka að ristillinn sér kominn á fullsving aftur... Því ristillinn er farinn að sýna einkenni sem ég er ekki glöð með.  Ég er búin að vera rosalega þæg í gær og í dag og stefni að því sama næstu daga... líkaminn er tekinn yfir og ætla ég að hlusta vandlega á hvað hann er að biðja um og svo nota ég tíman inná milli til að skipuleggja uppbygginguna sem fer af stað fljótlega þegar ég er búin að ná mér að rétt strik. Ég vafra um á netinu og leita mér upplýsinga um mataræði... ég borða ekki mjólkurvörur, ekki skykur en núna langar mig að finna leiðir til að taka út ger og glúten... margir hafa gert kraftaverk með þessu... Vítamínin og Lesetínið er ennþá inni hjá mér en ég finn eingar brjálaðan mun á mér en ég verð auðvitað að gefa öllu góðan tíma... það er örugglega að gera helling innra með manni sem maður sér ekki eða finnur..

Það er svo margt til á netinu og hef ég notað þessa daga sem ég hef legið fyrir í það að næra hugann líka og hef ég verið að horfa á allskona myndir og myndskeið þar sem allaskonar gott fólk hefur verið að tala um hvernig maður stjórnar huganum og sér.. en ekki öðrum.... þau tala líka um hvernig maður getur fundið út hvernig manni langar að hafa sitt líf .. hverjir eru draumar þínir og svo framvegis... Allskonar áhugavert og vel umhugsunarvert... 

jæja... ég hef ekki mikið meira að blaðra um ... 

Kv. í bil M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband