Mánudagur, 13. júní 2011
smá skref í einu...
Já núna eru 6 dagar síðan ég byrjaði að taka Lecithin og ég er ekki frá því að það hjálpi mér... ég er ekki góð en ég er betri... allavega eru nær öll einkenni Sáraristilbólgunar horfin ... ekki öll en ég er ekki með sömu krampana og verkina ... þeir eru farnir þótt niðurgangurinn sé enn... en það er nú hægt að lifa við það ef maður er ekki verkjaður ég slepp líka nokkurnveginn við að briðja stopp töflur eins og smartís... Ég held nenfilega að ég geti sjálfri mér pínu um kennt því að ég varð að prófa í 3 og 4 sinn hvort mjólkurvörurnar væru vondar.. heheehee... fullkomnað í 4 sinn... mjólkurvörur eru ekki góðar fyrir minn ristil... ég held ég sé að verða búinn að fá það á hreint... Svo er búið að vera auka álag á mér vegna vinnu og verkefna sem ég rétti litla fingurinn framm í en hendin var tekin við öxl... Streita og álag er MJÖG slæmt fyrir mig þannig að ég vona a mér hafi tekis að kúpla mig frá núna svo að ég nái jafnvægi á líkaman minn aftur... það er svo ótrúlega mikilvægt fyrir mig í stöðunni núna því að ég fæ ekki fleiri sénsa ... nú er að duga eða fara í stóma... og ég ætla að duga...
Ég fór í sund um helgina sem er ekki frásögu færandi en þar sá ég á veggnum veggspjald frá stómasamtökum Íslands þar sem þeir eru að útskíra þetta fyrir fólki og ég gladdist svo að sjá þetta og hugsaði með mér EF ég fæ stóma þá ætla ég ekki að hætta að fara í sund... ég ætla þá að vera stolt af pokanum og bera hann með reisn... því eins og sagði svo vel á veggspjaldinu "Stómi er ekki sjúkdómur heldur lausn eftir langvarandi veikindi" ... mér fannst þetta vel orðað..
Jæja... nóg í bili...
Kær kvaðja M
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.