skynsemi og óþolinmæði...

Góða kvöldið...

Ég er í baráttu við skynsemispíkan á vinstri höxlinni og óþolinmóða púkans á hægri öxlinni hinsvegar. Ég á það til að gera miklar kröfur á sjálfan mig þótt í viti að það eru ekki forsendur fyrir því að ég sé í vinnu nema að mjög litli leiti. En ég tek að mér verkefni því mig langar að vinna að hönnun og slíku, það heldur mér líka frá einangrun. En svo þegar ég byrja að veikjast aftur eins og er núna síðustu dagana þá verð ég svo óþolinmóð og pirruð vera svona mikill aumingi að geta ekki gert það sem mér finnst ég eigi að geta. Sem beturfer er samt skynsemispúin farinn að ná meiri völdum en áður því ég finn það svo greinilega að ég verð að passa mig annas klárast ég alveg og ég vil það alls ekki. Ég þrái það heitast og bið um bata á hverjum degi... ég er að byrja á 9 mánuðinum í þessu brasi ... það er mjög vanmetið að vera frískur... Heilsa mans er ómetanleg og ég hlakka svo til þegar þetta kemst í "lag" þá vonandi án þess að þurfa að fara í stóma aðgerð. Ég er svosem ekkert hrædd við stóman sjálfan.. en þangað til verð ég að prófa allt sem gæti hjálpað... Ég er að prófa að taka út mjólkurvörur núna... er að fá Berry vítamín og bætiefni í næstu viku til að prófa... Hlakka mikið til að prófa það... svo er ég að drekka meira af seikum, mér finnst það bara ekki matur.. Tounge er svo mikið matargat að ég þarf að fá eitthvað eðlilegt.

Núna ætla ég að fara eftir skynsemispúkanum og fara í háttinn... 

Góða nótt, M


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband