Föstudagur, 3. júní 2011
Barnið eldist en mamman ekki...
Úfff ég varð alvarlega vör við það áðan að Hetjan mín fagra er sko ekkert smábarn lengur... Hann var semsagt að útskrifast af yngsta stigi grunnskólans áðan... og hann verður 10 ára í sumar... Hvað var ég að gera þegar ég var 10ára...???!!!???!! Hetjan mín á sér sterkar hliðar og miður sterkar eins og öll börn en hans sterkustu hliðar eru lestur og stærfræði.. þetta með lesturinn kemur mér svo á óvart því ég er svo lesblind að ég kom útúr barnaskóla "ÓLÆS" á meðann hann 10 ára les 291 atkvæði sem er mun meira en ég gerði eftir 9 bekk... þannig að hann er flottur þar og svo fær hann 9,5 í stærfrðinni ... Þannig að þessi Hetja er í heildina að standa sig frábælegar að mínu mati...
Gærdagurinn minni mikið á sig í dag .. ég er með svo mikla strengi eftir 4,5 tíma vinnu í matjurtagarðinum mínum í gær... ég get varla setið eða staðið upp... hehehe... þetta er svo gott á mann, því maður er ekki í neinu formi svo að þetta er bara holt. En allavega er garðurinn að verða tilbúinn með öllu svo er bara að bíða og hlakka til uppsekrunar...
ég er búin að var í rólegheitum annas hér heima síðustu dag, búin að vera soldið slöpp og hægði smá á en þá fer hausinn á fullt í staðinn ... og er ég búin að vera að pæla og spögulega. Ein af mörgum niðurstöðum er það að loksinns finn ég það í hjarta mínu að ég hef ekki orku né vilja til að eiga samskipti við fólk sem lætur manni stöðugt líða illa eða hefur óendanlega mikið út á mann að setja. Til hvers að sætta sig við að láta tala niður til manns?? hvers vegna meiga aðrir tjá sig um það neikvæða í mínu fari en ég má ekki verja mig eða segja mína skoðun... ?? einmitt þá er alveg eins gott að sleppa þessu því að ég á beta skilið, og ég má hafa mína skoðun ... hana nú... ég hætt að láta vanlíðan annara stjórna minni líðan... ég á mis sjálf og er alveg þess virði að eiga sem vin ... ef vináttan er gagnkvæm og skyliðislaus... Það er nefnilega svo merkilegt að vinir eru eigilega eins og maki stundum... maður þroskast frá hvor öðru... og sumir geta ekki séð það heldur fara að kenna öðrum um að eitthvað sé ekki eins og blabla.. eða jafnvel búa til eina stóra flækju sem er með marga enda en eingar lausnir... og vitið þið... ég NENNI ekki svona samskiptum... Ég kem hreint og beint fram við fólk og ég vil að fólk komi þannig framm við mig líka... annas getur fólk átt sig.. þetta er ekki egóismi helldur hrein og bein flokkun í hvað vil ég nota orkuna mína því hún er dýrmæt...
Jæja ég ætla að hætta núna... njótið dagsinns hann er svo fallegur... sumar er komið...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.