Bloggað um miðjar nætur...

Já ... klukkan er ca. 03:00 aðfaranótt uppstirningadagsinns 2.júní 2011... heheheee... vissara að hafa stað og tíma rétt... Tounge  Þetta er algengt í mínu lífi síðasta árið eða svo, sérstaklega eftir að ég fór á þessa blessuðu stera sem gera gott gagn á einum stað en eigilega ekkert gott á öðrum... einn fylgikvillin er t.d. svefnleysi... og það að vakna á ótúlegum og ókristilegum tímum og geta ekki sofna aftur... Þá er bara að setjast við tölvuna og blogga smá það kannski þreytir mann aðeins... Smile

Í dag (eða í gær) fékk Hetjan mín að halda uppá svona Afmælisveislu fyrir skólafélagana sínar, þótt hann eigi ekki afmæli fyrr en 3.júlí... það er bara svo mikið mál að ná á einhverjum svona mitt sumar og hefur hann alldrey náð í svona almennilegt stráka afmæli ... þannig að ég tók þá ákvörðun að leifa honum að hafa eitt slíkt í skólalok sem og var gert í gær... Svaka stuð en því miður þá fannst mér Parardísarland ekki standa sig þessa dagana... stóri hoppukastalinn er farinn og sá litli sem var eftir var svo götóttur að hann hélt ekki lofti og var ekki nothæfur síðasta klukkutíman... þannig að það var lítið eftir fyrir strákana. en Ragnar á svo flotta liðveislu sem hjálpaði mér og hélt guttunum við efnið í 2 tíma... Hann Gummi er snillingur og er snillingur með Ragnar og að tengja aðra í hans leik... ég er svo heppin að hafa hann... Grin

Ég skal viðurkenna að ég er ekki alveg búin að átta mig á því að Hetjan er komin í sumarfrí, ég hlakka mikið til að sjá frammistöðu hans á föstudaginn... því ég veit að hann er að standa sig með súper sóma í náminu þótt hann eigi ervitt í frímínútum og þar sem félagshæfni þarf... en ég veit líka að hann er búin að ná miklum árangri með skpið og reiðina í vetur... og hann nær enn lengra á næsta ári... InLove

Jæja... ég ætla að hætta núna og gera heiðarlega tilraun til að sofna aftur... svo að það verði eitthvað úr morgundeginum...  Grin mig langa að setja niður í garðinn minn kartöflur því eg trú því að sumarið hafi komið í gær... Grin

Kv. M

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband